Löngu búið að minnast fiskveiða í Baskalandi og í Bretlandi á myndarlegan hátt.

Minnisvarðinn, sem á að gera á Siglufirði um síldarstúlkurnar, er löngu tímabær, ekki síst ef miðað er við svipaðar aðstæður erlendis, svo sem í Bretlandi og í Baskalandi á Spáni þar sem sjávarútvegi og þætti beggja kynja í honum hafa þegar verið gerð myndarleg skil.  

Ekkert annað vekur meiri athygli Íslendings á ferð um fornar slóðir fiskimenna í Englandi og í sjávarplássum á strönd Baskalands á Spáni en hin mikla rækt og virðing, sem hinum gömlu fiskveiðitímum er sýnd á margan hátt. 

Í Grimsby er flottur minnisvarði um sjómenn og sjóminjasafnið þar skartar af heilum og vel við höldnum síðutogara.  

Er undarlegt að Íslendingar skyldu ekki varðveita einn slíkan hér á landi, tækið sem var undirstaðan undir sókn þjóðarinnar til nútímaþjóðfélags. 

Á norðurströnd Spánar var mikil útgerð fyrr á tíð og sótt langt út á haf. 

Á þeim slóðum er minningunni um hinn stóra hlut kvenna í sjávarútvegi gerð verðug skil. 

Í smábænum Candás er falleg stytta nálægt höfninni af konu við netahnýtingar og á öðrum stað mynd af sjómannskonu, sem stendur með börn sín tvö og skimar til hafs eftir skipi manns hennar. 


mbl.is 15 milljónir til minnisvarða síldarstúlkna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband