Hættan við einræði vegna jábræðra og smjaðrara.

Ókostir alræðis eru margir, en einn sá lúmskasti felst í því hinn einráði er oft með afar slæma ráðgjafa hið næsta sér, sem hann ýmist hefur valið sér til uppörvunar, eða látið sér vel líka að slíkir mjúkmála ráðgjafa kæmu  sér í álit og náð hjá hæstráðandanum með því að segja honum helst góðar fréttir og fegra allt sem mest. 

Þetta hefur hugsanlega komið Pútín í koll þegar hann blés til hernaðarárásar á Úkraínu. 

Það að auki hélt hann órafjarlægð á milli sín og annarra mánuðum saman á COVID tímanum og var áberandi einangraður á þeim tíma.     


mbl.is „Pútín er orðinn klikkaður“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Alveg rétt. En nú er svo komið að þetta á ekki bara við um alræðisþjóðfélagin sem uppfylla öll þau skilyrði. Góða fólkið sem telur að stjórna eigi á grundvelli tilfinninga eingöngu en ekki rökvísi og er langoftar vinstramegin í pólitíkinni, það safnast í bergmálshella á netmiðlunum og þolir ekki vel gagnrýni. 

Það er mikið tíðkað að henda fólki út af vinalistum á Fésbók eða Twitter ef jábræður og jásystur þora að viðra ólíkar skoðanir. 

RÚV er orðið þannig að þar rúmast ekki allar skoðanir. Skoðanir vinstrisinnanna eru mikils metnar, ekki annarra. Þannig á ekki sjónvarp allra landsmanna að vera, og þannig var þetta ekki þegar þú varst þar í ýmsum störfum.

Þetta er hreinlega löstur og hræðilegt einkenni á nútímanum sem ýtir fólki frekar útí stríð og leiðindi, rifrildri og óhamingju.

Ingólfur Sigurðsson, 4.11.2022 kl. 00:29

2 identicon

Alvöru stjórnendur hafa samráð við hæfustu ráðgjafa og taka síðan ákvörðun

um hvað gera skal.Veldu þér vini en ekki viðhlægjendur.Svokölluð

lýðræðisríki eiga líka við þennan vanda að etja. 

magnús marísson (IP-tala skráð) 4.11.2022 kl. 08:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband