6.11.2022 | 19:29
Subaru Solterra kemur sterkur inn en kostar líka sitt.
Subaru er japanskt merki, sem nýtur álits og tryggðar, sem gerir framleiðandanum kleyft að selja bíla í efri verðflokkum og einbeita sér að aldrifsbílum.
Bandaríkjamenn hafa verið einn helsti markhópurinn og hefur Subaru Outback átt góðan þátt í því.
Subaru hefur séð um að XV og Subaru Forester hafa haldið 21 og 22 sm veghæð, sem er í efri kantinum meðal jepplinga, og enda þótt fyrsti rafbíll Subaru, beri það ekki áberandi með sér tekst að viðhalda 21. sentimetra hæð á þessum bíl.
Ekki skortir drægni né vélarafl, sem skilar þessum stóra bíl frá kyrrstöðu upp í 100 kílómetra hraða á 7,6 sekúndum.
Á mörgum rafbílum er nokkuð þröngt í aftursæti, en þannig er það ekki í Solterra.
BL frumsýnir rafjepplinginn Subaru Solterra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Subaru VAR merki sem naut álits og tryggðr hjá mér en gerir það ekki lengur. Til að gera langa sögu stutta þá hef ég eitt meira í viðhald en bensín á þennan Subaru XV sem ég asnaðist til að kaupa fyrir rúmleg 6 árum. Keyrður 36.ð00 kílómetra, viðhaldskostnaður rúmlega 800.000 krónur.
Aldrei aftur Subaru.
Bjarni (IP-tala skráð) 7.11.2022 kl. 07:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.