19.12.2022 | 09:11
Eru tiltæk snjóruðningstæki hliðstæð slökkviliðinu?
Engum hefur enn dottið sá möguleiki í hug að einkavæða slökkvilið höfuðborgarinnar enda um að ræða lágmarksbúnað tækjakosts og þjálfaðs mannafla, sem er viðbúinn útkalli með sem allra skemmstum fyrirvara.
Í ljósi þess sem gerst hefur síðan á laugadagsmorgun sýnist full ástæða til að huga að því að taka snjóruðningskerfið til gagngerrar endurskoðunar til að tryggja hámarks afköst þjálfaðs mannafla með stysta mögulega viðbragðstíma.
Ófremdarástanið, sem ríkt hefur síðan á laugardagsmorgun er algerlega óviðunandi.
Það er til dæmis óviðunandi að bæði slökkvilið og sjúkralið séu lömuð vegna þess að skortur á mannafla og tækjum til snjómoksturs komi í veg fyrir að fært sé fyrir þessi lífsnauðsynlegu öryggistæki.
Svarið við spurningunni í fyrsögn þessa pistill sýnist vera einfalt: Já.
Vill að Reykjavíkurborg kaupi snjóruðningstæki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Reykjavík ætti að líta til Akureyringa varðandi snjómokstur þar er mun meiri snjór,en hreinsun gengur kvartanalítið fyrir sig.
Sigurgeir Árnason (IP-tala skráð) 19.12.2022 kl. 11:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.