Af hverju er ekki hægt að hafa almennilegan viðbúnað eftir nær snjólaust ár?

Þessa dagana er sungið fjálglega um þráðan jólasnjó í síbylju jólalaganna, sem dynja alls staða, enda nær liðið heilt ár, þar sem varla hefur komið korn úr lofti, og hefur snjólausasta tímabilið verið í haust. 

Og þá loksins kemur snjórinn, sem spáð er að verði yfir hátíðirnar. 

Og þá fer allt á hliðina í umferðarteppum og öngþveiti,og viðbrögð borgarinnar eru augljóslega langt frá því að vera boðleg, svo grútmáttlaus sem þau eru. 

Varla er hægt að kenna fjárskorti þegar varla hefur verið eytt krónu vegna snjómoksturs í næstumm heilt ár. 

Flogið hefur fyrir að tækjaskorti megi kenna um þetta, og er það hlálegt á landi, sem heitir Ísland. 

Og ekki er hægt að kenna því um, að snjórinn hafi komið óvænt; því hafði verið spáð með kappnógum fyrirvara. 


mbl.is Ófremdarástand á götum miðbæjarins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Á þessari bloggsíðu hefur mikið verið ritað um hlýnun jarðar af mannavöldum,bráðnun jökla og alskins heimsendaspár...nú bregður við annan tón,bloggarinn er aldeilis ekki hissa að hér skuli mælast 10-15gráðu frost dag eftir dag og snjóa án afláts.Stalst einhver í tölvuna þína?

Björn. (IP-tala skráð) 19.12.2022 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband