Enn eitt dæmið um tækjaskort og sein viðbrögð.

Fjárhæðirnar, sem tapast vegna ófærra leiða á borð við Reykjanesbraut skipta sjálfsagt hundruðum milljóna króna ef allt er talið, því að afleiðingarna hafa ekki aðeins áhrif víða hér heima, heldur eru einnig keðjuverkanir sem berast til annarra landa. 

Það er orðið löngu tímabært að rannsaka þessi mál til hlítar hjá öllum, sem þarna koma að máli. 


mbl.is „Bara grín“ að loka Reykjanesbrautinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Ég held að vandamálið á Reykjanesbrautinni sé ekki síður  út af erlendum ökumönnum sem eru að aka í snjó í fyrsta skipti og oft á vanbúnum bílsleigubílum og svo er mörlandinn oft á tíðum á illabúnum bílum.  Þessi hópur festir bílana þannig að ekki er hægt að ryðja og jafnvel laumast( troðast) framhjá lokunarskiltum.  Þá þarf að byrja á að baksa við að losa þessa bíla og koma þeim úr vegi þannig að ruðningstækjin geti hreinsað snjóinn.

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 20.12.2022 kl. 06:16

2 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Íslenskur veruleiki í hnotskurn og lýsandi dæmi að aldrei er hugsað til framtíðar í samgöngumálum á Íslandi Það þarf að koma samgöngum þannig við á þessari leið að neðanjarðargöng eða stokkur fyrir annaðhvort lest eða rútur komist ALLTAF klakklaust þarna á milli. Þetta er svo dýrt heyrist þá..en er það ekki dýrt að láta hlutina fara svona svo ekki sé minnst á orðspor Íslands sem er nú ekki beint á háum stalli á margan hátt erlendis. Og alltaf eru menn jafn hissa hér á hjara veraldar þegar veturinn skellur á.....

Ragna Birgisdóttir, 20.12.2022 kl. 13:00

3 identicon

Til greina kemur að Reykjavíkurborg kaupi pallbíla með snjótennur til að hreinsa snjó í íbúðahverfum. Almenningsskóflur við ljósastaura gætu létt undir. Vilji er til að efla forræði borgarinnar í snjómokstri á kostnað verktaka.https://www.frettabladid.is/frettir/borgarfulltrui-segist-pirradur-vegna-snjomokstursmala-i-reykjavikurborg/

cgh (IP-tala skráð) 20.12.2022 kl. 19:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband