Bílstjórinn á rútunni, sem þveraði þjóðveg númer eitt, tók þar með þá ákvörðun upp á sitt eigið eindæmi að björgunarsveitir hefðu ekki lokunarvald yfir veginum og hélt bara áfram ferð sinni.
Þessari valdatöku yfir veginum gátu björgunarsveitarmenn ekki hamlað, því að þeir töldu sig ekki geta farið með lögregluvald á staðnum.
Bílstjórinn fylgdi valdatökunni eftir með því að festa bílinn aftur á veginum og loka honum kyrfilega með því í annað sinn.
Það virðist hafa haft þá niðurstöðu í för með sér, að hvar, sem hann færi um þjóðvegi landsins hefði hann í raun það vald að loka vegum hvar og hvenær sem væri að eigin geðþótta.
Eðlilega gáfust sjálfboðaliðarnir í björgunarsveitunum upp fyrir hinum staðfasta bílstjóra.
Þjóðvegur númer eitt er hins vegar eign landsmanna allra, og nú er spurningin, hvort þessi þjóðareign eigi að að vera í raun eign einstakra bílstjóra og sæta lokunum í samræmi við geðþjóttavald þeirra.
Lokunarpóstar aftur í vegi rútunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.