Það eru til dæmi um snillinga á snjómoksturstækjum.

Nú er kominn 13. dagur mikilla snjóa eftir marautt haust. Áhlaupið brast á á óheppilegasta tíma, aðfararnótt laugardags, og í fyrstu dægrin komu i ljós miklar brotalamir víða við snjómokstur vegna galla á viðbragðskerfi við hann. Kústur 2 jóladag 

Þegar hér á síðunni voru birtar myndir af snjómokstri einstaklings með strákústi og snjóskóflu, var þess ekki getið, að þessi einka snjómokstur var upphafið að hálfgerðu stappi við að hafa þennan bíl tiltækan.

Það kom til vegna þess að í þau tvö skipti næstu tólf daga, sem snjóruðningtæki kom inn á hið stóra bílastæði við 120 íbúða blokk þar sem þessi bíll var, var snjónum, sem mokað hafði verið úr stæði bílsins, mokað jafnharðan til baka þegar aðal aðgangssvæðið var rutt. 

Segja mátti að að stórum hluta hafi sama snjónum verið rutt fram og til baka í þessu óskipulagða ferli, alls fimm sinnum!DSC00313 

Ófærðin við þessa stóru blokk er þeim mun bagalegri, að meðalaldur íbúanna er fólk á níræðisaldri og all margir á tíræðisaldri. 

Abending af hendi yfirvalda að allir ættu að moka sjálfir sín bílastæði sýndi því talsvert skilningsleysi á gildi þess að vinnubrögð séu skilvirk og að það er ekki hægt að ætlast til þess að fólk á tíræðisaldri fari út í svipaðan Bakkabræðramokstur í langvinnri stórhríð og raunin varð á með ýmsa bíla. 

Efsta myndin var tekin á jóladag, en aðrar myndir í dag. 

Og geta ber þess sem vel er gert, og það á við moksturtækið sem kom til starfa í nótt með sannkallaðan snilling við stýrið.DSC00312 

Í stað þess að moka upp ruðningi sem lokaði stæðum, leitaði þessi moksturtækjastjóri uppi þau bílastæði sem voru full af snjó eða lokuð með ruðningum og fjarlægði hann á meistaralegan hátt.

Sums staðar ók hann moksturstækinu inn í stæði, sem voru svo þröng á milli bíla, að aðeins munaði ca. 5 sentimetrum að snjótönnin rækist í hliðarspegla bílanna við hliðina.

Staðið var álengdar með öndina í hálsinum yfir því, hve mjóu mætti muna að moksturstönnin rækist í speglana eða hliðarnar á bílunum! 

En hann smokraði tönninni af mikilli fimi inn í botn stæðisins, setti hana svo niDSC00318r og dró hana aftur á bak út úr stæðinu og út á mitt auða svæðið, sem er á milli bílastæðisraðanna. 

Síðan ýtti hann þessum samansafnaða snjó upp í stóran haug við enda svæðisins. 

Stefnt er að því að setja hér inn myndir af þessu snilldarbragði. DSC00317

Það var innt af hendi um miðja nótt, en á neðstu myndunum er komnir fyrstu bílarnir, sem nýta sér "nýju" stæðin, eftir að farið ýmist verið fastir eða eigendurnir orðið að fjarlægja þá. 

Snjómoksturinn í nótt dugði aðeins á hluta stæðanna, en viðfangsefni moksturmanna eru ærin og æpandi um alla borg. 

Síðast þegar svona ástand myndaðist hér var til dæmis margra vikna bið á því að hórflað væri við himinháum snjóhaugum, sem búið var að moka upp.   


mbl.is Stukku frá börnum í jólaboði til að bjarga fólki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið er rætt um snjómokstur og hvernig staðið er að honum,vafalítið má ýmislegt betrumbæta í þeim málum,hér áður fyrr voru sömu mennirnir í snjómokstri og urðu með árunum og reynslu sinni í gegnum árin algjörir snillingar,því miður í dag er snjómokstur boðinn út á 3 ára fresti og oftast koma þá óvanir menn inní moksturinn.Bjó úti á landi til fjölda ára í þorpi þar,man eftir að 1975 gerði norðaustan stórviðri í þrjá daga 12 vindstig og stórhríð, það sást ekki í næstu hús í þorpinu og allir héldu sig innivið.Mér finnst ferðaþjónustu aðilar blása sig út og heimta mokstur þegar þeim finnst henta,þeir ættu sjálfir að fara út í fárviðri og moka snjó í 12 vindstigum þá munu þeir ef til vill hætta að nöldra þegar ekkert sést hvorki vegur né ökutæki,þá hlýtur að vera komið hættuástand sem er mönnum skaðlegt þó þeir séu á tækjum,Það eru takmörk fyrir öllu.

Sigurgeir Árnason (IP-tala skráð) 28.12.2022 kl. 21:09

2 identicon

Það er mikið kvartað, en ekki hefði verið kvartað minna ef borgarstjórn hefði sett nokkur hundruð milljónir í mannskap og tæki til snjómoksturs í september. Sama fólkið og kvartar mest nú, yfir að ekki sé rudd þeirra gata samstundis og snjóar, hefði kvartað yfir bruðli og sóun á almannafé.

Vagn (IP-tala skráð) 29.12.2022 kl. 15:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband