"Ég er kominn heim" getur hver og einn leikmaður sungið.

Það kom á daginn, að íslenska landsliðið í handbolta sannaði það í leiknum við Suður-Kóreumenn í dag, sem sagt var hér á bloggsíðunni eftir leikinn við Ungverja, að "það ræðst af úrvinnslu úr ósigrum frekar en sigrum hverjir eru sannir meistarar".

Í þessum stórsigri í dag sönnuðu strákarnir yfir hverju þeir búa þegar þeir leggja sig fram allir sem einn frá upphafi leiks til loka. 

Mjög dýrmætt var fyrir "mann leiksins", Viktor Gísla Hallgrímsson, að fá að máta sig við vörnina í heilar 60 mínútur, og þegar lagið "Ég er kominn heim" fyllti höllina upp í rjáfur og út í horn var það viðeigandi hvað það varðaði, að í dag var íslenska liðið komið aftur á sinn stað eftir að hafa villst af leið síðustu mínútur leiksins við Ungverja. 


mbl.is Risasigur Íslands og sæti í milliriðli tryggt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband