31.1.2023 | 09:49
Reykjavík er oft meira en eitt veðursvæði.
Hið stóra og fyrirferðarmikla fjall Esjan er þannig í sveit sett, að hún klýfur byggðina í Reykjavík oft í sundur í tvennt í hvassri norðanátt, þegar er bálhvasst í vesturhlutanum en á sama tíma jafnvel logn í austurhlutanum.
Í bálhvassri austanátt getur verið magnað að vera staddur á Borgarholti og horfa sitt á hvað til austurs og vesturs á hina stórkostlegu blindhríð í austri, sem fyllir bæði loft og jörð af snjóblindu og áfærð á sama tíma og aðeins skárra er að sjá í vesturátt.
Það munar um hamslausan skafrenninginn úr austurátt, sem bætist við ofankomuna austst í Grafarvogsbyggðinni.
Meðan veðurathugunarstðð var í Elliaðaárstöð var þar hlýjasti ágústmánuður að meðaltali á landinu í skjóli Esjunnar á sama tíma og allt að tveimur stigum svalara var við Veðurstofuna vestur af Efstaleiti.
Ófærðin mest í efri byggðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Smáathugasemd við orðanotkun: Einn níræður maður sagði mér, að hér áður fyrr hefði fólk talað um Esju (án greinis), en ekki ,Esjuna'. Hann taldi, að ,Esjan' (með greini) væri síðari tíma talmáti og í raun ekki alveg rétt íslenska.
Alfreð K, 1.2.2023 kl. 06:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.