Hver var reynslan 1952, 1956, 1968, 1980 og 1984?

1936 munaði litlu að hætt yrði við að halda Ólympíuleikana í Berlín á þeirri forsendu, að Hitler og nasistar væru að gera þá að stóru auglýsingaratriði fyrir sig. 

Hitler greip þá til þess bragðs að samþykkja kröfur alþjóða Ólympiunefndarinnar um jafnrétti á leikunum, og gekk hann það langt í þessu, að bandaríska blökkustjarnan Jesse Owens fékk í fyrsta skipti á ferli sínum að vera í sama hóteli og í sömu búningsklefum og hvítir samlandar hans!

Þegar heim kom sniðgekk Roosevelt Bandaríkjaforset þann vana að bjóða stórstjörnum lands síns í Hvíta húsið með því að bjóða Owens það ekki, og á sigurhátíðinni í New York var Owens meinaður aðgangur að fremri hluta salarins.  

Var hann þó sá íþróttamaður á OL í Berlín sem hafði gert kenningu nasista um yfirburði hins aríska kynstofns að aðhlátursefni!

Sovétríkin voru í sárum eftir Seinni heimsstyrjöldina þegar Ólympíuleikarnir voru haldnir í London 1948, en 1952 sendu austantjaldsþjóðir keppendur til Helsinki og Tékkinn Zatopek var maður leikanna. 

Skömmu fyrir leikana í Melbourne réðust Rússar inn í Ungverjaland og rætt var um að víkja þeim úr leik á Ólympíuleikunum, en af því varð þó ekki né heldur því að þjóðir hættu við í mótmælaskyni. Þar með varð langhlauparinn Kuts einn af stjörnuþátttakendum leikanna.  

Innrás Rússa og fylgiríkja inn í Tékkóslóvakíu 1968 hafði ekki áhrif á þátttöku þeirra 1968 né 1972, en innrás Rússa í Afganistan framkallaði svo stórfelld afföll vestrænna þjóða á Ólympíuleikunum í Moskvu 1980, að þeir urðu stórlaskaðir. 

Í hefndarskyni skrópuðu austantjaldsþjóðir í Los Angeles 1984 og á endanum gerðist það grátbroslegasta að bæði Sovétríkin og Bamdaríkin réðust, hvort í sínu lagi, inn í Afganistan; Kanarnir árið 2001.   

Þetta yfirlit getur verið tilefni til mats á því hvort og þá hve mikið stjórnmálum og íþróttum eigi að blanda saman varðandi stór íþróttamót.   

 


mbl.is Vilja ekki sjá Rússa í alþjóðlegu íþróttastarfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband