Hitchcock fékk aldrei Óskarinn.

Viðurkenningar á ýmsum sviðum eru og verða ávallt umdeilanlegar. Á gjöfulustu árum kvikmyndaleikstjórans AlfredS Hitchcocks kom hver tímamótamyndin af annarri úr smiðju hans og enn í dag getur áhugafólk um kvikmyndir þulið upp nöfn þeirra í tímaröð, þar sem tímamótamyndin Psyko gnæfir hæst. 

En ævinlega fór það svo að einhver svokallaðra stórmynda fékk Óskarsverðlaunin þau ár sem myndir Hitchcocks komu til greina, myndir, sem skörtuðu af frægustu leikurunum eða mesta bruðlinu.  

Oft ráðast úrslitin af heppni og skammvinnum vinsældum og á það ekki aðeins við um kvikmyndir, heldur líka fleiri þekktar viðurkenningar eins og Bíll ársins í Evrópu. 

Volkwwagen Golf var EKKI útnefndur bíll ársins, heldur frekar Citroen CX, sem raunar kafnaði undir CX heitinu; var með lakara cx en fyrirrennarinn Citroen DS.  

Stundum var sagt að hnefaleikarinn Jerry Quarry hefði verið besti hvíti hnefaleikarinn, sem varð aldrei heimsmeistari. Hann var svo óheppinn að vera á hátindi sínum á sama tíma og Muhammad Ali, Joe Frazier og George Foreman á árum, sem fengu heitið gullöld þungavigtarinar. 


mbl.is Alltaf gengið fram hjá Björk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband