17.2.2023 | 17:21
Þrír Kambavegir, þrjár brýr (sex alls) á tveimur Gilsám og margt fleira.
Þegar ekið er um Noreg er á fjölmörgum stöðum boðið upp á fyrirbæri, sem virðst að mestu fyrir borð borið hér á landi; varðveisla gamalla samgöngumannvirkja, sem eru í raun áhrifamiklar minjar um samgöngusöguna.
Meðal ótal minja af þessu tagi er gamli fjallvegurinn um Strynefjeld, en af nógu er að taka, þar sem fara saman varðveisla mannvirkjanna í upprunalegri mynd og vönduð skilti með kortum og myndum.
Í bókinni Stiklur um undur Íslands er fjallað um leiðina frá Kolviðarhóli austur um Kamba, en á þessari leið eru dæmi um vanrækt dæmi á borð við sögustaðinn Kolviðarhól og þrjár kynslóðir af Kambaveginum.
Einnig um merkileg mannvirki á leiðinni Hvítárbrú-Biskupsbeygja.
Vel hefði mátt bæta við tveimur Gilsám, báðum á Austurlandi, þar sem hafa verið smíðaðar þrjár kynslóðum af brúm yfir þessar ár.
En nútímafólk virðist haldið algerri blindu varðandi þau menningarsögulegu verðmæti, sem þessar brýr búa yfir.
![]() |
Synd og skömm að rífa brúna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Ómar.
Þú endar færslu þína á eftirfarandi orðum:
"En nútímafólk virðist haldið algerri blindu varðandi þau menningarsögulegu verðmæti, sem þessar brýr búa yfir"
En ég vil taka dýpra í árinni og segja: Að Íslendingar af einhverri óræðri ástæðu virðast haldnir algjörri blindu hvað varðar öll þau menningarsögulegu verðmæti sem þeir velja að eyðileggja í stað splunkunýrra mannvirkja - eins og við blasir allstaðar hér í höfuðborginni.
Jónatan Karlsson, 17.2.2023 kl. 22:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.