6.3.2023 | 18:37
Hvað um La Défence?
Ótal niðurstöður hafa verið birtar um mat og val á ferðamannastöðum víða um heim.
Niðurstöðurnar hafa eðli málsins samkvæmt verið umdeilanlegar, enda oft verið að deila um smekk og þarfir, nokkuð sem erfitt er að deila um.
Í viðtengdri frétt eru nefnd nokkur hverfi í París "sem þú verður að heimsækja" ef þú ferð þangað.
Ekki skal dæmt um val hverfanna, en þó ekki hægt að gera annað til gamans að bæta við einu hverfi, sem sjaldan er nefnt, en það er hverfið La Défence, sem í Wikipedia er sagt vera stærsta viðskiptahverfi heims.
Hverfið er gerólíkt hinum hverfunum að öllu leyti og auk þess reist á þeim stað, að ákveðin lína og afstaða myndist til annarra áberandi kennileita í París.
Í La Défence eru nítján skýjakljúfar lauk fleiri merkra bygginga og hrein veisla fyrir augað fyrir þá sem hafa áhuga á arkitektúr að gefa sér tíma til að skreppa þangað.
Hverfin sem þú verður að heimsækja í París | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Val sem þetta er alltaf byggt á smekk eða tilfinningum. En "La Défense" er ekki í París, heldur aðeins fyrir utan borgina, þó það tilheyri Il de France.
Það er að ég man best næst stærsta viðskiptahverfi í heim, en eins og þú segir ákafklega skemmtilegt og auðvelt að komast þangað með "metroinu".
"Le Grand Arche du Défense" gríðarlega falleg bygging og kallast á við Sigurbogann og nóg af "skýjaskröpurum".
G. Tómas Gunnarsson, 6.3.2023 kl. 20:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.