Hlutfallslega risavaxið málefni sem kallar á rækilega tiltekt.

Nú þarf greinilega heldur betur að bretta upp ermarnar í allri vinnu Íslendinga í sambandi við Evrópusamstarf okkar svo að hægt sé að koma í veg fyrir það að jafn einfalt stóratriði og einstæð fjarlægð lsndsins frá öðrum löndum álfunnar sé fótumtroðið eins og nú stefnir í. 

Vegna þess að við erum ekki aðildarþjóð að ESB þarf að skerpa gagngert á allri vinnu embætissmannakerfis okkar við að þefa uppi allt það, sem er að gerast hjá bákninu erlendis, og vera á tánum varðandi það að útvega okkur lífsnauðsynlegar undanþágur. 

Lítið dæmi en eitt af ótal svipuðum má nefna varðandi reglur um rafknúin reiðhjól og léttbifhjól. 

Þar var ekkert gert í því að nýta möguleika til lagfæringa hjá okkur, svo sem um hámarkshraða, notkun handknúinnar aflgjafar og afl rafhreyflanna.

Þegar grennslast var fyrir um þetta mál fékkst það svar innan úr íslenska kerfinu að engin leið væri að hnika neinu til. 

En við nánari athugun sást að fjöldi Evrópuþjóða hafði einmitt gert það og að reglurnar gerðu ráð fyrir þeim möguleika. Dæmi um það eru Danir sem hafa hámarkshraðann 30 km/klst í stað 25. 

Þetta skiptir mun meira máli en sýnist í fyrstu, en þar sem mikið er um þröngt þéttbýli er ólíkt meira öryggi fólgið í því að rafknúnu hjólin séu með sama hámarkshraða og bílarnir þar sem 30 km hraði er meginreglan og umferðin blönduð.  

Þegar viðskiptaþvinganir Evrópuþjóða á hendur Rússum vegna Úkraínu voru sett á 2014 fóru Íslendingar að ósekju langverst allra þjóða út úr því vegna þess hvers eðlis okkar viðskipti voru við Rússa. 

Nú stefnir í risavaxið óréttlæti sem varðar meginstoðir samgangna okkar yfir hafið og það má einfaldlega ekki gerast, að við látum sleifarlag og mannfæð í embættismannakerfinu valda okkur stórtjóni af nýrri stærðargráðu. 


mbl.is Stærsta hagsmunamál Íslands frá upptöku EES
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það virðist sannarlega Ómar, kominn tími til að Ísland rjúfi fríverslunarsamninginn við Efnahagsbandalag Evrópu og semji með öðrum hætti en í þeirri mynd sem verið hefur.

Samningurinn hefur verið við lýði í meira en 30 ár, en allan þann tíma hefur Evrópusambandið stöðugt bætt einhliða ákvæðum inn í Samninginn, kvöðum sem eru að gera útaf við efnahag og sjálfstæði Íslands.

Í Kalda stríðinu vorum við í efnahagssambandi við Rússa. Þeim seldum við nær alla síld og og stóran hlut af þeim fiski sem við veiddum og keyptum af þeim nær alla olíu, og ógrynni af bílum.

Það viðskiptasamband sem við áttum við Rússa var báðum þjóðunum til blessunar.

Um leið og við nú segjum upp Fríverslunarsamningnum við Evrópusambandið ættum við að athuga hvort ekki væri möguleiki að ganga til samninga um fríverslunarsamning við Rússa.

Guðmundur Örn Ragnarsson (IP-tala skráð) 6.3.2023 kl. 17:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband