Talan, sem þarf að finna: Verri hemlun og stýring vegna tjörunnar.

Mest allan veturinn dregur tjaran, sem nagladekkin rífa upp úr götunum úr hemlun og stýriseiginleikum bílaflotans, en á móti koma dagar, sem telja má á fingrum annarrar handar sem bjóða upp á betri hemlun negldu dekkjanna. 

Og loftgæðin eru yfir heilsuverndarmörkum fleiri og fleiri daga á hverjum vetri þegar hundrað þúsund bílar hamast við að spæna gatnakerfið upp vikum saman. 

Á Miklubraut og Reykjanesbraut í dag voru rykmekkir líkir þeim sem voru á malarvegunum í gamla daga. Hve lengi eiga þessi fornaldarskilyrði að versna frekar en hitt?Sólsetur 6.3.23

Til huggunar er hér birt mynd tekin í ljósaskiptunum síðdegis. 

Þar blasir við fögur sýn: blokkirnar þrjár við Austurbrún og Hallgrímskirkja og Höfðaturninn enn fjær. 

 

 


mbl.is Siglum inn í mikið svifryk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og það skrítna er að eftir sumarið, og væntanlega færri á nagladekkjum, koma einnig dagar sem eru yfir heilsuverndarmörkum með mikla rykmekki. Tjörusöfnun á dekk yfir sumarið er einnig ekki óþekkt fyrirbæri. Og bílar hvítir af drullu eru ekki þaktir tjöru nema tjara hafi nýlega skipt um lit.

Vagn (IP-tala skráð) 6.3.2023 kl. 23:13

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þessi lýsing Vagns er fróðlegt fyrir lesendur, og getur hver um sig nú dæmt um það hve áreiðanleg hún er. 

Ómar Ragnarsson, 7.3.2023 kl. 08:10

3 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Er ekki komim tími til að steypa alla þjóðvegi höfuðborgarsvæðisins, það myndast sára lítið svifrik fra steypunni og þær götur endast líklega í 50 ár án viðhalds með réttri gerð af malarefni í steypu. Enn er steypti kaflinn á vesturlandsveggi ofan við Mosfellsbæ í Kollafjörð, 50 ára gamall, í mun betra ástandi en umferðgötur í Reykjavík.  

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 7.3.2023 kl. 08:36

4 identicon

Ísland hefur sérstakar aðstæður, sem meðal annars kemur í veg fyrir að moskítóflugur geti sest hér að. 

Frostveðrun í sambland við kuldablöndu (salt og ís) sem sturtað er á alla helstu vegi höfuðborgarsvæðisins, ásamt vegum út frá höfuðborgarsvæðinu, með saltaustri gerir það að verkum að viðloðun tjöru við fasta efnið gefur sig og umferð þungra bíl veikir yfirborðið sem síðan nagladekk rífa í sig.

Nagladekk eru hluti vandans en léleg yfirborðsmeðferð (t.d. ónógur hiti við klæðningar) , lélegt efni, kuldablanda og umferð þungra bíla leggur aftur á móti gruninn að hjólförum þar sem nagladekk eru vissulega þáttur en ekki eini sökudólgurinn.  

Kuldaboli (IP-tala skráð) 7.3.2023 kl. 14:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband