Musk oft ólíkindatól og mistækur og líkt ogHenry Ford var.

Elon Musk og Henry Ford áttu sín helstu blómaskeið með tæprar aldar millibili. Enginn efast um þá snilli sem þessir tveir menn búa yfir og kom þeim upp í hóp ríkustu manna heims. 

En deila Musk og Haraldar Þorleifssonar er eitthvað sem passar ekki alveg inn í mynstrið hjá Musk í formi hroka og fljótfærni.  

Henry Ford var einn ríkasti maður heims og framleiddi á miðjum þriðja áratug síðustu aldar fleiri bíla en allir aðrir framleiðendur heims samanlagt með því að nýta snilli sína sem frumkvöðuls í bílasmíði í að uppgötva alveg nýjan en jafnframt afar stóra markhóp kaupenda, sem fólst í hinum tekjulægri meðal alþýðunnar.

Til þess þurfti aðeins eina hlægilega einfalda og ódýra bílgerð, Ford T, sem löngu síðar var valinn bíll aldarinnar. 

Jafnframt veðjaði Ford á það sem fólst í "the roaring twenties", dæmalausri efnahagsuppsveiflu. 

En hann varaðist ekki þá afleiðingu í fyrsta lagi að þeim, sem höfðu aukin fjárráð myndu skapa eftirspurn eftir aðeins dýrari bílum en Ford T, þannig að árið 1927 hrundi salan á honum og við tók um hálft ár með engan arftaka tilbúinn.   

Í ofanálag kollkeyrði uppsveiflan sig hressilega og olli kreppunni miklu.   

Það sem eftir var af lífi Fords varð hann æ meira ólíkindatól. Hannaði fyrstu snilldarsmíð, fyrstu V-8 vélina, sem gat orðið almenningseign, en varð einstaklega þvermóðskufullur og afturhaldssamur á öðrum sviðum svo sem hemlum og fjöðrunarbúnaði sem varð að lokum 14 árum á eftir keppinautunum hvað fjöðrunina snerti. 

Verst var þó framkoma hans gagnvart verkafólki, þar sem hinn fyrrum velgerðarmaður almúgans varð hataður ekki síst vegna starfsmannastjórans, ofstopamannsins Bennetts, sem lét berja á verkafólki. 

Við andlát sitt í stríðslok voru Ford verksmiðjunnar nær gjaldþrota þrátt fyrir að hafa hagnast á framleiðslu hergagna. 

Ferill Elon Musk minnir of oft á brokkgengan feril Henry Ford. 

Orðaskak hans við Íslending felur í sér sérkennilegt val á notkun tíma og fyrirhafnar hjá jafn ríkum og mikilhæfum manni. 


mbl.is Haraldur svarar Musk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband