"Að halda sig heima"; orðalag í útrýmingarhættu.

Dðnskuskotið, flókið og uppskrúfuð langloka var sú íslenska sem Jónas og Fjðlnismenn réðust gegn. 

Á okkar tímum er það enskuskotin, flókin, uppskrúfuð og oft órökrétt langloka sem tröllríður málfari. 

Eitt af ótal dæmum eru þessi síbylgjusetning sem nú fer um fjölmiðla varðandi frétt frá Þýskalandi: 

"Fólk er beðið um að yfirgefa ekki heimili sín." 

Helmingi styttra mál væri að segja: "Fólk er beðið um að halda sig heima." 

En orðalagið að fara að heiman eða að halda sig heima er núna dæmi um stutt, gagnort og rökvíst mál, sem er útrýmingaarhættu.  

Hinn nýi kansellístíll sem veður uppi. 


mbl.is Talið að sjö séu látnir eftir skotárás í Þýskalandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Beðið er um að fólk sýni af sér heimsku.

Fólk er beðið um að halda sig heima.

Þetta var eitt af boðum yfirvalda í COVID faraldrinum og það verður framhald á slíkum boðum.

Yfirvöldin vilja heimskan lýð.

Heimskur er sá sem heldur sig heima við og aflar sér ekki þekkingar á ferðum.

Guðmundur Örn Ragnarsson (IP-tala skráð) 10.3.2023 kl. 10:57

2 identicon

Sæll Ómar.

Fjölnismenn stóðu vörð um íslenskuna og gerðu það vel.

Öllu lakara að þeir skyldu ganga af rímnakveðskapnum dauðum
og jafnframt kunnasta og vinsælasta rímnaskáldi þjóðarinnar,
Sigurði Breiðfjörð.

Þarna var hátt reitt til höggs og þjóðin svipt
því að geta horft stolt til þessarar þjóðaríþróttar sinnar.

Þess þá heldur var höggið þyngra eftir 500 ára einokun og kúgun
þessa nýlenduveldis, þrælapískara sem svifust einskis í að niðurlægja
íslenska þjóð og drepa allt framtak í dróma..

Ekki er ólíklegt að genamengi þjóðarinnar hafi skaðast
á þessum tíma og í því megi finna ýmis þau einkenni sem talið er að
fylgt geti slíku.

Að öðru leyti engar athugasemdir við pistilinn!

Húsari. (IP-tala skráð) 10.3.2023 kl. 14:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband