Drónarnir; bylting í myndatökum.

Tilkoma dróna er einhver mesta bylting sem orðið hefur í myndatökum, því að þeir gera betur en að leysa af hólmi þyrlurnar, sem eru óheyrilega dýrar í samanburði og líða einnig margar hverjar fyrir titring. 

En titringur er afar lítill ef nokkur þegar flugvélar eru notaðar, en stóri gallinn hve erfitt er að láta flugvél leika lipurð þyrlanna eftir.  

Ótalinn er stærsti kostur drónanna, en hann er sá að þeir eru "mannleysur" ef nota má það orð, það er enginn maður um borð.   

Fyrir utan byltinguna í myndatökum eru drónarnir líka búnir að bylta stórlega aðferðum í hernaði eins og Úkraínustríðið ber glögglega með sér. 


mbl.is Auglýsir eftir drónamyndskeiðum af gosinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband