"...yfirmaður hans var lítill vasatransistor..."

Þegar textinn "Árið 2012" var í smíðum fyrir 55 árum, var auðvitað erfitt að giska á allar þær breytingar, sem orðið gætu á hinum mörgu sviðum mannlífsins eftir öld eða svo.  

Best hefði verið að ganga lengra fram í tímann við val ártalsins, en gallinn var bara sá, að vegna atkvæðafjöldans í hinu nefnda ártali svo að hann gengi upp í söng lagsins, voru aðeins fimm atkvæði eða tónar til umráða, "tvö-þús-und-og tólf". 

Það var hæsta fimm tóna talan á 21. öldinni. Hinar voru 2001, 2002, 2öö3, 2005, 2006, og 2007. 

Næsta tala á eftir 2012, sem var aðeins fimm tónar, var talan 3001 !

Það mátti gruna að tölvur og reiknivélar yrðu smáar, með mörg þúsund sinnum meiri vinnslugetu en tölvurnar höfðu á sjöunda áratugum 20. aldarinnar, en erfiðara að giska á hvaða nafn þau undur framtíðar myndu bera. 

Orðið örgjörvi var ekki til og því var notast við orðið transistor:

"Og ekki hafði neitt að gera útvarpsstjóri vor, 

því yfirmaður hans var lítill vasatransistor..." 

Í fyrsta sinn sem tölva með hámarksgetu þess tíma var notuð í kosningasjónvarpi, var svonefnd Háskólatölva notuð, en sagt var að hún þyrfti pláss í heilu herbergi.

Kæmist líkast til fyrir í brjóstnælu á okkar tímum.  

Eitt breyttist lítið frá 1968 til 2012:

"...og þingmennirnir okkar voru ei með fulle fem..."

 

 

 


mbl.is Fagna 50 árum og endalokum stórtölvunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Þú varst nú sannspár um fleira en þetta Ómar í þessum snjalla texta sem auk þess hljómar vel við lagið. Það er reyndar ekki komið að því að pillur séu alveg notaðar í stað venjulegs getnaðar, en með gervifrjóvgunum og staðgöngumæðrum fer það að nálgast. 

Tunglið malbikað og steypt í hólf og gólf? Ekki alveg, en fyrir um það bil 20 árum fór ég á ráðstefnu í Háskólabíói þar sem Robert Zubrin, Bandaríkjamaður reyndi að afla fé til að fara til hnattarins Mars og ætlaði þar að búa til lífsskilyrði fyrir fólk til að flytjast þangað í stórum stíl og búa þar. Það hefur að vísu ekki gengið eftir ennþá, en Bandaríkjamenn eru kappsamir og áætlanirnar voru til. 

Ég á margar góðar minningar um þetta lag. Áður en ég fór að hrífast af Megasi á unglingsárunum kenndu svona textar mér ýmislegt, eins og Þjóðsöngurinn eftir Matthías, myndrænar lýsingar í texta, og orð sem maður þurfti að spyrja um hvað þýddu. Gömlu sönglögin voru vinsæl af öllum í þá daga, Óskalög sjómanna og það allt.

Meira að segja nýjar íslenzkar plötur frá 1970 til 1980 voru oft með enskum textum (þegar þeir vildu verða frægir í útlöndum). Þessvegna veitti maður því sérstaka athygli þegar sungið var á íslenzkunni. 

Ingólfur Sigurðsson, 15.4.2023 kl. 00:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband