15.4.2023 | 13:34
Jákvætt að lækka verðið og auka framboð á ódýrari rafbílum.
Það er jákvætt og þarft þegar Brimborg lækkar verð á nýjum bílum. Í umræðum um rafbíla hefur heyrst kvartað yfir litlum möguleikum hinna tekjulægri.
Nefna má þrjá möguleika til þess að vinna gegn þessu.
Að lækka söluverð nýrra bíla þegar færi gefst.
Að flytja inn nóg af ódýrum rafbílum.
Aö nýta markaðinn fyrir notaða rafbíla.
Síðuhafi hefur skoðað þann nýja bíl, sem nú er kominn á markað í Danmörku og víðar og er sá ódýrasti á markaðnum, en það er Dacia Spring, sem selst þar á verði sem samsvarar um þremur milljónum á markaði hér á landi. Bíllinn er sá langódýrasti á markaði nýrra bíla.
Nokkrir bílar eru komir á bílasölu hér, að minnsta kosti á Bílalind is.
Auk beinnar skoðunar á Spring er hægt að sjá reynsluakstur á youtube og lesa nánar í dönsku bílablaði með yfirlit yfir rafbíla í boði þar í landi.
Hönnuðir Spring nota nokkrar snjallar lausnir til að ná markmiðunum um ódýran rafbíl með nothæf sæti og farangursrými fyrir fjóra.
Þeim tekst að koma þyngd bílsins niður í aðeins 1045 kíló, meðal annars með því að minnka rafhlöðuna niður í 27,2 kwst. Það kostar að vísu slaka drægni, en þó 230 kílómetra.
Með sparnaði á rými fyrir rafhlöðuna eykst rými í aftursæti og farangursrými líka.
Það ætti að gefa möguleika á að fara frá Reykjavík til Akureyrar með því að stansa tvisvar á hlaðhleðslustöð á leiðinni. Bíllinn nýtur sín annars best í innanbæjarakstri þar sem með lagni er hægt að komast í 300 km á hleðslunni.
Bíllinn er sá mjósti á bílamarkaðnum hér og aðeins 3,73 m á lengd og því afar lipur í þrengslum í borgarumferðinni, minni en Yaris og álíka stór og nýi Aygo.
Til þess að aðstoða við að ná fram góðri drægni er vélaraflið aðeins 45 hestöfl, en það nægir samt til að ná 125 km/klst hraða.
Í stillingu fyrir sparakstur takmarkast vélaraflið við 31 hestafl, en það nægir samt til að halda 100 km hraða.
Með skynsamlegri stillingu á sætunum fæst rými fyrir fætur og höfuð sem er jafnvel aðeins meira í aftursætunum en á Honda-e og Opel Corsa-e.
Skammt frá Spring bílnum mátti sjá fjðgurra ára gamlan Nissan Leaf á svipuðu verði í nýr Spring og eftir því sem árin líða fjölgar möguleikunum til að fá sér notaðan rafbíl á viðráðanlegu verði.
Brimborg lækkar verð á nýjum bílum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.