"Hvað er að, þegar ekkert er að, en þó er ekki allt í lagi?" Munur á varúð og neyð.

Tilvitnunin hér að ofan er úr lítilli flökkusögu, sem flögraði um um miðja síðustu öld. 

Meiraprófskennari og prófdómari fyrir atvinnubílstjóraréttindi fór að leggja ofangreinda spurningu fyrir nemendur á lokaprófinu, og vafðist hún fyrir mörgum nemendum til að byrja með, en smám saman spurðist tilvist hennar út og hent var gaman að útkomunni.  

Spurningin var svona: "Hvað er að þegar ekkert er að en þó er ekki allt í lagi"

Rétt svar:

"Þá er litla gatið á bensínlokinu stíflað."

Útskýringin er sú, að þetta litla gat er haft til þess að þrýstingurinn haldist hinn sami inni í bensíngeyminum og utan hans þegar bensínpumpan dælir eldsneytinu úr fullum geymi, því að þegar bensínið streymir úr geyminum, skilur það eftir sig lofttæmi, sem getur valdið því að bensínpumpan gefi sig eða að geymirinn leggist saman. 

Það var hent gaman að þessu á sínum tíma, en það sést samt við nánari athugun, að þetta eru bláköld sannindi.  

Í fluginu er gerður greinarmunur á því, hvort grípa þarf til varúðarráðstana þegar truflanir eða bilanir verða, eða hvort grípa þurfi til ney'arrástafana.

Í fréttinni um "nauðlendinguna" í Keflavík á miðvikudag í fyrirsögn, en síðar um "öryggislendingu" eða varúðarlendingu. 

Ljóst virðist að í fyrirsögninni er ofmælt, og má nefna mörg dæmi um það, að blaðamenn hafi talað um nauðlendingu þegar aðeins var um varúðarlendingu að ræða. 

Nefnt skal eitt af þessum dæmum. Fyrir rúmum tveimur áratugum lenti flugmaður í meiri mótvindi en áætlað hafði verið á leið sinni frá Akureyri til Reykjavíkur. 

Þegar leið á ferðina fór að verða tvísýnt um að hann stæðist þá kröfu í flugreglum að eiga eftir bensín til hálftíma flugs þegar komið væri á ákvörðunarstað. 

Hann vissi af því að á Húsafellsflugvelli væri hægt að fá keypt bensin og millilenti því þar til að fullnægja kröfunni um varabirgðir. 

Í fréttaflutningi var hins vegar sett í fyrirsagnir að hann hefði "nauðlent" á Húsafellsflugvelli. 

Það var rangt; þetta var varúðarlending (precautionary landing) en ekki nauðlending (emergency landing). 

Flugmaðurinn braut engar flugreglur og þetta var engin frétt. 

Um þetta gilti því gamla spurningin: "Hvað er að þegar ekkert er að, en þó er ekki allt í lagi?"

Í frétt þessa dagana er greint frá því að gefin hefðu verið út fyrirmæli um aukaskoðun á burðarvirki í Boeing 737 MAX. 

Um hana gilti, að ekki væri ástæða til að óttast slys af þessum ástæðum, heldur nægði að ganga sérstaklega úr skugga um það að rétt hefði verið staðið að gerð burðarvirkisins. 

Í viðtali við talsmann Icelandair kom fram að farið yrði að þessum tilmælum flugmálayfirvalda og framleiðanda.   

 

 

 

 


mbl.is Nauðlenti í Keflavík vegna tæknibilunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband