"Aukin átök í veðurfari."

Í mestallan vetur hefur það sést skýrt á veðurkortum, að veðurfarið hér á landi hefur markast af átökum tveggja öflugra loftmassa, annars vegar stórs kuldapolls yfir Grænlandi og þar norður af, en hins vegar stórs og hlýs loftmassa, sem er fóðraður af hitum í Afríku. 

Þegar sá loftmassi hefur sótt kröftuglega til norðurs hefur það í grófum dráttum valdið átökum við kalda massann með tilheyrandi öfgum í veðurfari. 

Árið byrjaði með tveimur samliggjandi mánuðum, þar sem annar var sá kaldasti í marga áratugi, en hinn sá hlýjasti í marga áratugi. 

Afl hlýja massans hefur notið góðs af hækkandi stöðu sólar á útmánuðum, en hins vegar nýtur sólarhæðar nær ekkert á pólsvæðinu og þess vegna hefur kuldasvæðið staðið fast á móti. 

Allt er þetta hluti af birtingarmynd hlýnandi lofstlags hvað heildina varðar á jörðinni og í samræmi við kenningar um það.  


mbl.is Hitabylgja á Bretlandi gæti haft áhrif á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband