Ömurleg tekjulind.

Lýsing Eiðs Smára Guðjohnsen á böli spilafíknar og áfengisfíknar leiðir hugann að þeim ömurleika, sem felst í því að láta líknar- og góðgerðarstofnanir neyðast til þess að fá tekjur af spilakössum eða eftir öðrum leiðum þar sem tekjur stofnananna byggjast a fíkn fíklanna, og eru þess vegna væntanlega þeim mun meiri sem meiru er eytt í viðkomandi fíkn, svo sem spilakassa.  


mbl.is Eiður Smári opnar sig um fíknivanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og það er talið sjálfsagt að ríkið græði á áfengis og tóbakssölu, hagnist á fíknum fólks. Væri betra ef einhverjir aðrir tækju hagnaðinn, mundu fíknirnar hverfa?

Vagn (IP-tala skráð) 18.4.2023 kl. 23:51

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Fíknirnar hverfa ekki eins og bannárin á fyrri hluta síðustu aldar sýndu vel. 

Og það er líka ömurlegur veruleiki. 

Ómar Ragnarsson, 19.4.2023 kl. 07:38

3 identicon

Með samstilltu átaki er margt hægt að gera ef vilji er fyrir hendi gegn

hinum ýmsu fíknum. Ekki er að sjá að hann sé fyrir hendi nú og frekar er 

bætt í til hins verra.

magnús marísson (IP-tala skráð) 19.4.2023 kl. 09:41

4 Smámynd: Loncexter

Margir stjórnmálamenn eru með fíkn í völd, sem þeir oftast misnota okkur í óhag.

Hvað skyldi kostnaðurinn við þá fíkn vera og hvernig líður fórnarlömbum ?

Loncexter, 19.4.2023 kl. 12:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband