"Söngvakeppni", ekki söngkeppni eða sýningaratriði.

Í öllu umtalinu af Sðngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva hendir það ár eftir ár, að athyglin beinist að atriðum í flutningnum, sem að vísu eru hlutar af þeirri upplifun, sem áheyrendur fá, en verða oft að úrslitaatriðum, sem yfirskyggja það sem á að að verða aðalatriðið, þ. e. að þetta er sðngvakeppni og ekkert annað. 

Ekki fimleikakeppni, svo sem um það að "standa á höndum i græna herberginu", ekki búningakeppni eða keppni um sviðsetningu.  


mbl.is Spá veðbanka klikkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hver er skilgreiningin þín á tónlist, Ómar?

Þú ert sjálfur lagahöfundur.

Er ekki rétt að segja að söngtónlist er skipuleg röð tóna eða hljóða í ákveðinn tíma sem myndar samfellda og samrýmanlega heild og er búin til á meðvitaðan hátt eða sett fram af tónsmið sem tónverk?

Hvernig metum við og komumst niðurstöðu um að eitthvað sé tónlist, og hvað ekki, heldur bara einhver hljóð?

Tónlist hlýtur að þurfa að hafa melódíu með stefi, laglínu.

Geirmundur Valtýsson sagði í þætti á RÚV í kvöld að tónlist þyrfti að hafa melódíu.

Vantar þetta ekki oft í hin svokölluðu lög sem keppa í Evróvisio?

Guðmundur Örn Ragnarsson (IP-tala skráð) 12.5.2023 kl. 22:07

2 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Er alveg sammála Ómari. Ég sá lagið flutt í fyrsta sinn á fimmtudaginn, en sá ekki önnur lög þar á eftir, en fannst flutningurinn alveg ok. Daginn eftir sá ég að við komumst ekki áfram, þrátt fyrir ágætis lag, sérstaklega miðað við öll lögin á undan, hvað klikkaði? Jú, eins og Ómar segjir, aðalatriðið var orðið að aukaatriði. Diljá var sitjandi eða liggjandi á gólfinu mestan tímann, eins og hún væri að syngja lag sem hvert mannsbarn í Evrópu þekkti til margra ára. 

Hefði alveg hæft laginu að standa við mækinn, og leyfa laginu að njóta sín.

Jónas Ómar Snorrason, 13.5.2023 kl. 09:00

3 identicon

Pólitík, vinsældir, samúð, framkoma, fimleikar, glys, glimmer, o.s.frv. hefur haft áhrif á stigagjöfina frá upphafi. Þannig að ef aðeins ætti að meta lögin sjálf þá þyrfti fyrirkomulagið að vera annað. Gott lag er engin trygging og lélegt getur átt góða möguleika. Þetta heitir söngvakeppni, og það Evrópskra sjónvarpsstöðva, en er eitthvað allt annað.

Vagn (IP-tala skráð) 13.5.2023 kl. 15:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband