6.6.2023 | 15:48
Tilbúnar fréttir fyrir andófsmenn kenningar um hlýnun loftslags?
Nú má sjá tvær fréttir á ferli á samfélgasmiðlum, sem báðar falla vel inn í andófið gegn kenningum um hlýnun loftslags.
Í viðtengdri frétt á mbl.is má sjá hrollvekjandi frétt af kuldapolli miklum, sem nú sé að hrella Íslendinga og birt áhrifamikil mynd af skrímslinu, sem valdi kólnun á veðurfarinu hjá okkur þessar vikurnar.
Er það dálítið ððru vísi mynd en þær myndir og fréttir sem birtast á RÚV og sýna hinn risavaxna rauða loftmassa, sem veður austur yfir landið og veldur eindæma vorhlýindum um mestallt land.
Veðurfræðingur undrast kuldapollsmyndina og kannast auðvitað ekkert við að kuldapollsskrímsli sé að hafa áhrif á veðrið núna. Veit hins vegar að sjórinn við vestanvert landið er kaldari en loftið og hefur kólnandi áhrif á það og raka þess.
Fróðlegt væri að vita um uppruna þessarar hrollvekjandi myndar, sem svo mjög þjónar andófi gegn kenninguna um um hlýnun loftslags.
Önnur frétt frá í gær greinir frá þvi hvernig fimm bílar urðu alelda við fjölbýlishús við Engihjalla, og í sumum útgáfum af henni er sérstaklega tekið fram að einn bílanna hafi verið rafbíll.
Rafbílar hafa verið sterkt tákn fyrir viðbrögð við loftslagshlýnun og í dag flýgur sú fiskisaga og fer víða og hátt að rafbíllinn hafi kveikt í öllum eldsneytisknúnu bílunum.
Auðvitað, það blasir við, er það ekki? Það fylgir ekki þessari sögu hvort lokið sé rannsókn á brunanum né hver eldsupptök voru og hvers vegna eldurinn varð svona mikill.
Þó er það staðreynd að allir bílarnir nema einn voru með eldsneyti, brunahólf, kveikju (neistatappa), sprengihólf, eldsneytisleiðslur og eldsneytisgeyma.
Þessi eini, sem þetta allt vantaði í, var rafbíllinn!
Enginn kuldapollur að hrella Íslendinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.