8.7.2023 | 08:55
Samanlögð reynsla frá Kröflueldum og Fagradalsfjalli og Heklu.
Í umbrotahrinum hinna nýju elda við Fagradalsfjall hefur komið fram gamalþekkt fyrirbrigði frá Kröflueldum 1975 til 1984.
Megin atriðið er skjálftahrina sem skapast af landrisi af völdum hraunkviku sem leitar inn í kvikugang.
Sú atburðarás getur endað með eldgosi, en einnig getur það gerst, að kvikan finni sér láréttan farveg, sem markar endalok þessa fasa í bili.
Þetta gerðist sitt á hvað í Kröflueldum en í hvert sinn sem land náði ákveðinni hæð í landrisinu, varð hún hærri og hærri með hverri hrinu.
Svipað fyrirbrigði sjá menn í röð Heklugosa. Fjallið þenst út og nær ákvæðinni hæð, sem endað hefur með síðustu eldgosum í því.
Eftir gosið árið 2000 hefur það nú náð meiri hæð en það náði þá, án þess að kvikan hafi náð eldgosshæð. Sú hæð virðist hafa hækkað, og ef það gýs, er fyrirvarinn aðeins um klukkustund.
Það er sem sagt kominn tími á Heklu með tilheyrandi biðtíma, rétt eins og nú virðist vera að gerast við Fagradalsfjall.
Enginn óróapúls mælst í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Reynsla fyrri gosa, fyrri ára, áratuga og alda segir okkur að annaðhvort gýs eða gýs ekki og það þarna eða einhverstaðar annarsstaðar.
Vagn (IP-tala skráð) 8.7.2023 kl. 14:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.