"Hverju reiddust goðin?" Verður Hvassahraunflugvöllur einn af innviðum?

Ein fleygustu orð Íslandssögunnar voru mælt við kristnitökuna á Þingvöllum árið 1000 þegar heiðnir menn komu með þá frétt á þingið, að hraun rynni niður í Ölfus í áttina að bæ eins hálfkristna goðans, og fylgdi fréttinni, að nú væru goðin reið. 

"Hverju reiddust goðin þegar hraunið brann sem nú stöndum vér á?" spurði Snorri goði þá. 

Rætt er um að hugsanlegt gos nú muni vera eins langt frá "innviðum" og hugsast gæti. 

Þar er átt við þjóðvegina, en ekki er minnst á þann "innvið" sem nú er verið að rannsaka möguleika á, sem sé Hvassahraunsflugvöll. 

Frá norðurenda sprungunnar, sem nú er telið líklegt að hraun renni úr, eru innan við tíu kílómetrar að hinu fyrirhugaða vallarstæði. 


mbl.is Fleiri eldstöðvar gætu vaknað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband