Af hverju Gjástykki tekur öllu fram. "Sköpun jarðarinnar og ferðir til mars."

1984 gerðist það í gosi í Gjástykki norðan við Kröflu, að myrkvuð jörðin rifnaði líkt og upp kom líkt og eldrauðir hnífsoddar, sem skárust æ lengra í gegn og sameinuðust í miklum eldvegg. 

Þetta var og er enn í fyrsta og eina sinn sem kvikmyndir hafa náðst af þessu fyrirbæri og í framhaldinu af því flóð hraunsins út úr sprungunni og jafnvel ofan í hana aftur!  

Sköpun jarðarinnar og rek meginlandsflekanna urðu þarna til svo að bæði var um að ræða minningar sjónarvotta og skýrar myndir. 

"Gjáin milli heimsálfa" á Reykjanesi syðra bliknar í samanburðinum. Engin samtímavitni né samtímamyndir. Gjáin sú arna er full af sandi og ekki er vitað upp á dag, hvað þá mánuð eða ár, hvenær þetta gerðist. 

Fyrir um tuttugu árum kom sendinefnd frá alþjóðlegum samtökum áhugafólks um marsferðir í könnunarferð til Íslands í leit að æfingasvæði fyrir komandi marsfara. 

Þeir afmörkuðu sér hugsanlegt æfingasvæði í þessari ferð. 

"Sköpun jarðarinnar og ferðir til mars" gæti orðið yfirskrift heimildarmyndar um Gjástykki.  


mbl.is Jörðin skalf er þau tóku upp þætti á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband