Fimm Sjálfstæðisþingmenn voru á móti stjórn Ólafs Thors 1944.

Það er ekki alveg nýtt fyrirbrigði að þingflokkur Sjálfstæðismanna klofni um ríkisstjórn undir forsæti síns eigin formanns. 

Það gerðist sjálft lýðveldisárið 1944 haustið eftir lýðveldishátíðina og voru fimm Sjálfstæðisþingmenn í stjórnarandstöðu gagnvart Nýsköpunarstjórn Sjálfstæðisflokks, Alþýðuflokks og Sósíalistaflokksis, sem var þriggja flokka stjórn þvert yfir miðjuna, rétt eins og ríkisstjórnin er nú. 

Með þessari stjórnarmyndun hjó Ólafur á tveggja ára hnút, vegna ósættis hans og Hermanns Jónassonar, sem olli því að mynduð var utanþingsstjórn. 

Stjórnin hafði samt tryggan þingmeirihluta og baðaði sig í tvö ár í því að nýta gríðarlegar innstæður erlendis vegna mikils stríðsgróða. 

Utanríkisstefnan var ekki vandamál til að byrja með, því að fyrsta árið voru ekki komin fram þau ágreiningsefni, sem hrönnuðust upp í upphafi Kalda stríðsins. 

Klaufaleg beiðni Bandaríkjamanna um að fá til allrar framtíðar land fyrir þrjár herstöðvar hér á landi, í Keflavík, Skerjafirði og Hvalfirði var víðsfjarri hugmyndum flestra um hlutlaust lýðveldi, en þegar Bandaríkjamenn fóru fram á leyfi til borgaralegrar aðstöðu á Keflavíkurflugvelli, komu óvæntir brestir fram í afstöðu stjórnarflokkanna, sem ollu missætti og stjórnarslitum.    


mbl.is Ekki skemmt yfir viðbrögðum stjórnarliða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Ekki svo fráleitt að taka þetta dæmi. Hér á blogginu hafa margir fjallað um bókun 35 við EES samninginn og telja hana næstum landráð. 

Það eru víst mörg mál sem þingmenn hnjóta um og geta ekki sætt sig við nú um þessar mundir. Auk þess virðist Svandís Svavarsdóttir gera í því að ergja sjálfstæðismenn. Ekki skrýtið að órói sé meðal ráðherra.

Ógnirnar við sjálfstæðið eru ekki minni en þá, en faldari undir viðurkenndari aðferðum og orðum.

Sjálfstæðismenn hafa lengi gefið eftir og farið til vinstri. Þeir sem eru í þannig flokki vilja forna frægð, og endurheimta ákveðna pólitíkusa sem leiða en ekki lúffa.

Ingólfur Sigurðsson, 30.7.2023 kl. 18:52

2 identicon

Bókun 35 er 30 ára gömul; nú fyrst eru andstæðingar EES að lesa bókunina. Þar á meðal þingmenn og varamenn þeirra. - Er þetta hægt?

Einar S. Hálfdánarson (IP-tala skráð) 30.7.2023 kl. 22:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband