Litla gula hænan: "Ekki ég."

Nú liggur fyrir einróma samtakavilji ráðamanna jarðarbúa að hver um sig standi sig í því heima fyrir að koma í veg fyrir mðguleika til að taka á loftslagsmálum og auðlindamálum heima fyrir, og þar með almennt. 

Táknrænt var að uppgjafarfundurinn fyrir vandanum var haldinn í landi, þar sem stóri, stóri vandinn, skefjalaus mannfjölgun, er við völd sem aldrei fyrr. Skammt er í að Indland verði fjölmennasta ríki heims. 

Litla Ísland lætur ekki sitt eftir liggja í að blása í glæður mannfjölgunar og því meiri útblástur gróðurhúsalofttegunda, sem meira er tönnlast á loforðum um það gagnstæða. 

Blásið er í glæðurnar fyrir krónuna, minnsta gjaldmiðil heims, með því að stefna til nýrra hæða í einhverju mest mengandi fyrirbæris nútímans, siglingar og útgerð risa skemmtiferðaskipa. 

Löngum var sagan um litlu, gulu hænuna skyldulesning í íslenskum skólum.  

Hún lifir nú betra lífi en nokkru sinni fyrr. 


mbl.is Vonsvikinn eftir loftslagsráðstefnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Mikið vildi ég að ég gæti bara gert eins og litla gula hænan, og bara sleppt því að gefa þeim sem ekki unnu fyrir mínum pening nokkurn skapaðan hlut.

En ég bý ekki svo vel.

Ásgrímur Hartmannsson, 28.7.2023 kl. 22:30

2 identicon

"Mannfjölgunarvandamálið" er hverfandi hjá iðnvæddum ríkjum. Flestar þjóðir þar sem velmegun ríkir eru að mestu hættar að fjölga sér. Jafnvel í Kína. Þar sem fátækt ríkir er þetta vandamál, Indlandi, Pakstan, banglades, Nígerí o.s.frv er þetta vandamál sem verður leyst með meiri velferð, ekki með boðum og bönnum.

Bjarni (IP-tala skráð) 28.7.2023 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband