Er þetta Reykjavík og Keflavík 2023 eða BNA 2023 ?

Fyrir nokkru gerðist það í Reykjavík að ungur maður dökkur á hörund var ranglega handtekinn í Reykavík og það meira að segja ítrekað, tvisvar í röð, að því er virtist aðeins vegna þess að hann var dökkur á hörund. 

Þessi atvik vöktu mikla athygli og þóttu ótrúleg. 

En nú gerist það enn á ný að ungur maður, dökkur á hörundur, er áreittur af lögreglu í Keflavík og við það rifjast upp atvikin frá Reykjavík.  


mbl.is „Er þetta bara enn í gangi árið 2023?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Má lögreglan á Íslandi ekki hafa afskipti af hörundsdökku fólki?

Grímur Kjartansson, 4.9.2023 kl. 06:25

2 Smámynd: Hjörtur Herbertsson

Grímur þarna voru tveir vinir á göngu á ljósanótt, annar hvítur hinn dökkur á hörund. Lögreglan réðist að þeim dökka, en lét hvíta drenginn afskiptalausan, þetta kalla ég rasisma,og vona að lögreglan á Íslandi sé ekki að taka upp sömu siði og kollegar þeirra í Bandaríkunum.

Hjörtur Herbertsson, 4.9.2023 kl. 09:47

3 Smámynd: Landfari

Eitthvað sgir mér að þú ættir erfitt Ómar með að finna þessum orðum þínum stað í áreiðanlegum heimildum.

Engu líkklegra en þú sért persónulegum hefndarhug í garð lögreglunnar vegna um margt ósanngjarnar eigin handtöku hér um árið.

Kannski skiljnlegt en verulega ómaklegt að snúa svona út úr staðreyndum og ekki þér líkt.

Landfari, 4.9.2023 kl. 09:49

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þetta mál hefði varla vakið jafn mikla athygli, nema fyrir það, að í fyrra máli, sem raunar sneri að því að sami maðurinn var ítrekað handtekinn, og gögn þess mál eru komin fram.  

Ómar Ragnarsson, 4.9.2023 kl. 22:19

5 Smámynd: Landfari

Voðalega á ég erfitt með trúa að þú Ómar vitir ekki eða skiljir ekki að þó lögregla ræði við fólk þá er að ekki það sama og viðkomandi sé handtekinn.

Samkvæmt fréttum þá gaf lögreglan út lýsingu á manni sem hún óskaði eftir að hafa tal af. Einhverjar ábendingar þessu viðkomandi fékk lögreglan sem hún eðli máslins fylgdi eftir og kannaði. Þar á meðal var ábending um ungan dreng sem við nánari skoðun kom í ljós að kom málinu ekkert við. Man ekki betur en það hafi komið í ljós í samtali á staðnum án handtöku. Síðar við eftirfylgni á annari ábendingu lendir lögreglan aftur á sama dreng og ef minnið svíkur mig ekki þá voru engin afskipti höfð af honum þegar í ljós kom að um sama einstakling var að ræða.

Gögn um tvær handtökur í þessu máli hafa ekki komið fram og það sýnir sig að þú getur ekki vísað í nein gögn máli þínu til staðfestingar.

Landfari, 5.9.2023 kl. 13:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband