"Landnámið fyrir landnám" langtímaverkefni fræðimanna?

Það má alveg halda því fram, að þjóðhátíðin 1874 á "þúsund ára afmæli landnáms Íslands" hafi verið haldið á röngum tíma, og jafnvel á kolröngum tíma. 

Rannsóknir á ýmsum möguleikum þess að hér hafi verið byggð löngu fyrir 870 eru í raun varla komnar af byrjunarstigi ef ný og endurbætt tækni gefur tækifæri til að kafa betur og nánar ofan í þá merku fortíð, sem hér var "áður en sögur hófust."


mbl.is Leysa bandarískir vísindamenn ráðgátuna?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Landnám er eitt en að koma í verbúðir eða til vetursetu er annað. Sennilega hafa margir komið til styttri eða lengri dvalar eftir að landið fannst. Það er ekki landnám.

Vagn (IP-tala skráð) 17.11.2023 kl. 23:58

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Góðan dag. Vagn hefur alveg rétt fyrir sér.  Það er almennt viðurkennt af sagnfræðingum og fornleifafræðingum að landnámið hófst um 874+-. Þótt einsetumenn hæfi húkt hér um tíma, konulausir eða menn nýtt landið sem veiðistöð áður, er það ekki landnám. Þetta kallast landkönnun

Landnámsöldin hófst um 874 og stóð í 60 ár með tveimur bylgjum landnámsmanna. Við getum því vel haldið upp á árið 874 sem afmælisdag byggðar á Íslandi. Nú eru liðin 1149 ár síðan og stefnir ekki í stórafmæli á næsta ári? Eða verður ekkert gert?

Birgir Loftsson, 18.11.2023 kl. 13:52

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Samkvæmt alþjóðalögum er landnám, í þeim skilningi að numið land geti talist til þjóðríkis, skilgreint þannig að sá sem gerir tilkall til þess a) stjórni svæðinu og b) fari þar með skilvirka framkvæmd ríkisvalds. Eðli máls samkvæmt þarf þá að vera eitthvað ríki til staðar sem fer slíkt með vald yfir svæðinu (eða einhver sem ríkir yfir því t.d. höfðingi eða konungur). Samkvæmt þeirri skilgreiningu má færa rök fyrir því að landnám Íslands miðist við tímabilið frá ca. 870 þegar fyrstu skriflegar heimildir (Landnáma) eru um að menn hafi helgað sér land hér með þessum hætti (Ingólfur og Hjörleifur), til ársins 930 þegar Alþingi var stofnað á Þingvöllum. Allar götur síðan hefur Ísland verið "numið land" samkvæmt alþjóðalögum.

Afar lítið er eftir af ónumdu landi á jörðinni en þau eru þó til. Á milli Egyptalands og Súdan er svæðið Bir Tawil sem enginn gerir tilkall til af flóknum sögulegum ástæðum sem tengjast langvinnum deilum um landamörk Egyptalands og Súdan. Í stuttu máli vill annað ríkið miða við tilteknar línur á korti og hitt við aðrar, en Bir Tawil er innan hvorugra. Þar sem hvorugt ríkið vill gefa eftir sínar kröfur eins og þær voru fyrst settar fram í deilunni stendur Bir Tawil eftir sem "einskismannsland".

Guðmundur Ásgeirsson, 18.11.2023 kl. 22:00

4 identicon

Sæll Ómar.

Spurningarmerkið óþarft en punkturinn góði í þess stað
og ferfalt húrra fyrir þeim Rómverjum sem hér voru á ferð
hartnær 500 árum fyrr. En hyskið sem fyrir var og við komin af
trúlega búið að hokra hér skepnum líkt í hundruð ára.

Kæmi ekki á óvart þó hellar beri Rómverjum og Grikkjum vitni
að umbúnaði, myndum og táknmáli öðru.

Húsari. (IP-tala skráð) 19.11.2023 kl. 03:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband