Nasasjón af áhrifum nýrrar byggðar á lendingar og flugtök lofar ekki góðu.

Stefnan, sem tekin hefur verið í uppbyggingu húsa í stórum stíl þétt upp að Reykjavíkurflugvelli, minnir á orðtakið "skjóta fyrst og spyrja svo."

Greinilega á að taka áhættuna af því hefja uppbygginguna áður en fyrir ligga niðurstöður rannsókna á loftflæði og ókyrrð í lofti. 

Nú þegar er risið næsta hátimbruð byggð á svonefndum Valsreit sem hefur áhrif á loftflæði fyrir flugvélar í lendingum og flugtökum á norður-suðurbrautinni. 

Síðuhafi hefur stundum nýtt sér heimildir til snertilendinga á þessari braut og hefur því fengið nasasjón af þessum lendingum og flugtökum í stífum hliðarvindi, þegar hann steypist yfir þetta nýja hverfi og frumniðurstöðurnar eru ekki uppörvandi. 

Með tilkomu þessa fimm hæða hverfis er mun meiri ókyrrð þarna en var, áður en "neyðarbrautinni" svonefndu var fórnað fyrir hið nýja hverfi. 

Íbúðablokkirnar þarna liggja eins og háir veggir þvert á vindstefnuna og valda mikilli ókyrrð. 

Af þessu ætla menn greinilega ekkert að læra, heldur halda áfram að sækja að vellinum með þeirri aðferð að skjóta fyrst og spyrja svo.  

 


mbl.is Byggt við flugvöllinn enn á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og hver er krafan?  Byggðina burt svo Ómar geti óhyndrað æft snertlendingar?

Sættu þig  við það, flugvöllurinn mun fara og þessar örfáu hræður af landsbyggðinni sem eru að fara til að detta íða í miðbæ Reykjavíkur er ekkert of gott að taka leigubíl fra Keflavík.  Allri stjórnsýslu er hægt að ynna af hendi í gegnum og með fjarfundarbúnaði. Nauðsyn sjúkraflug er bara innantómur fyrisláttur. Því verður betur sinnt með þyrlum.

Bjarni (IP-tala skráð) 19.2.2024 kl. 20:27

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sorgleg og barnsleg athugasemd frá Bjarna.

Gunnar Heiðarsson, 19.2.2024 kl. 21:28

3 identicon

Þú ert afskaplega rökfastur, ég lýt höfði í lotningu.  

Bjarni (IP-tala skráð) 19.2.2024 kl. 22:00

4 Smámynd: Sigurður Ingi Jónsson

Það er magnað hvað skynsamleg skrif um flugvöllinn eiga það til að draga að sér hvassyrtar athugasemdir þeirra sem búa, illu heilli, eingöngu að yfirgripsmikilli vanþekkingu á flugmálum almennt og mikilvægi þeirrar þjónustu sem Reykjavíkurflugvöllur stendur undir. Ítrekaðar tilraunir þeirra sem betur til þekkja eru í besta falli eins og að stökkva vatni á gæs, en í sorglega mörgum tilfellum aðeins til þess að espa óvitann og uppskera hnútuköst og persónulegar aðdróttanir. Ómar lýsir hér aðstæðum sem atvinnuflugmenn hafa upplifað og tilkynnt um, svo þær eru skráðar og þekktar hjá þar til bærum stofnunum. Allt var þetta fyrirséð, en byggðin var réttlætt á sínum tíma með illa unnu áhættumati og útreikningum á nothæfisstuðli, sem ekki voru unnir samkvæmt alþjóðlegum stöðlum. Því fór sem fór.

Sigurður Ingi Jónsson, 19.2.2024 kl. 23:28

5 identicon

Sigurður, þú ert hér að hamra á hagsumun atvinnuflugmanna en hvað varða þeirra hagsuminr hagsmuni almennings? Svarið er nákvæmlega ekkert.  Komndud með einhverja góða ástæðu sem varðar almenning en ekki hagsmuni sérhagsmunaafla.

Bjarni (IP-tala skráð) 19.2.2024 kl. 23:44

6 identicon

Bjarni, það ert reyndar þú sjálfur sem ert í rökleysunni. Þú fullyrðir að sjúkraflugi verði betur sinnt með þyrlum. En það er þúsund sinnum búið að færa skotheld rök fyrir því að þyrlur munu aldrei taka yfir sjúkraflug af jafnþýstibúnum (eins og krafa er nú gerð um) flugvélum. M.a. kemur þetta skýrt fram í máli þyrluflugmanna LHG. Svo ef þú vilt standa við bullið þitt stendur það upp á þig að koma með gagnrök.

Thorkell Johannsson (IP-tala skráð) 20.2.2024 kl. 12:27

7 identicon

Mín skoðun er að Innanlandsflug frá Keflavík verður aldrei rekið á sama grundvelli og það er rekið í dag.  Annaðhvort legst það niður eða Ríkið þarf að styrkja flugið með nokkruð mörgum milljörðum á hverju ári.  Ástæðan er lenging á ferðatímanum sem veldur því að farþegafjöldinn á ársgrundvelli mun hrynja niður í "örfáar hræður" þannig að enginn flugrekandi mun treysta sér til að reka þetta óstutt.

það hlýtur að varða "hagsmuni almennings"

Og gott innlegg hjá Ómari vaðandi ókyrrðina.  "Wind sheer" vegna bygginga á eftir að verða töluvert mikið vandamál í náinni framtíð á Reykjavíkurflugvelli. Pottþétt!

Ólafur Ólafsson (IP-tala skráð) 20.2.2024 kl. 12:59

8 identicon

Í ljósi þeirra náttúruhamfara sem dunið hafa yfir á Reykjanesi er nauðsynlegt

að vernda Rekjavíkurflugvöll sem öryggisventil fyrir innan og utanlandsflug.

magnús marísson (IP-tala skráð) 20.2.2024 kl. 13:35

9 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Undirskriftalisti uppá tæp 80.000 þúsund til stunings veru Reykjavíku flugvallar í

Vatnsmýrinni notaði Dagur sem klósettpappír

enda viðgengin venja vinstri manna að hlusta aldrei á vilja þjóðarinnar.

Þrátt fyrir að meirihluti þjóðarinnar vilji hafa flugvöllinn áfram, svo

ég tali nú ekki um að eins og staðan er í dag, þá er hann ekkert að fara,

þá er ekkert gert og ástæðan er aumingja skapur innviða ráðherra sem ekkert

gerir nema að fagurgala um hitt og þetta. Dagur komst upp með þetta allt

í boði sjálfstæðis og framsóknarmanna. Enginn stjórnmála maður sl.15 ár

er með bein í nefinu til að standa með vilja þjóðar og hagsmuni almennings.

Hagsmunir almennings er að flugvöllurinn verði áfram þar sem hann er.

Enda var hann gefinn þjóðinni ekki Reykjavíkurborg.

Svo einfallt er það.

Sigurður Kristján Hjaltested, 20.2.2024 kl. 15:09

10 identicon

Í fyrsta lagi virðist Bjarni rugla saman einkaflugi og atvinnuflugi, það eru svo sannarlega hagsmunir almennings að þær almenningssamgöngur sem innanlandsflugið er leggist ekki af.  Þótt tölur um farþegafjölda í innanlandsflugi liggi ekki endilega á lausu, þá má varlega áætla að farþegar gætu verið um 25.000 að meðaltali á mánuði - eða um 300.000 á ári.  Þessar "örfáu hræður" sem nýta innanlandsflug á Íslandi gera það klárlega í fjölbreyttari tilgangi en að "detta íða í miðbæ Reykjavíkur" eins og Bjarni virðist telja algengast.

Ímyndum okkur að einhver tiltekin opinber þjónusta sem sinna þarf í eigin persónu sé eingöngu í boði (t.d. á sjúkrahúsinu) á Akureyri og að þar sé enginn flugvöllur, vegna þess að það þurfti að nota plássið undir íbúðarbyggð.  Það er sem ég sjái fólk af höfuðborgarsvæðinu horfa niður til Akureyrar á meðan flogið er yfir Eyjafjörð til að lenda í Aðaldal, til þess eins að keyra "til baka" til Akureyrar (67 km eða 55 mínútur um Vaðlaheiðargöng, 83 km eða 66 mínútur fyrir áhugafólk um Víkurskarð).  Eftir að þjónustunnar hefur verið notið, sem kannski tæki klukkustund eða svo, þyrfti síðan að aka aftur á Aðaldalsflugvöll og fljúga þaðan suður til Reykjavíkur.

Slíkur yrði raunveruleiki fjölda fólks af landsbyggðinni sem þarf að sækja t.d. læknisþjónustu til Reykjavíkur, ef Reykjavíkurflugvelli yrði lokað og miðstöð innanlandsflugs yrði flutt á Keflavíkurflugvöll.  Þ.e.a.s. ef innanlandsflug myndi þá á annað borð halda áfram með svipuðu sniði og nú er, sem er alls ekki víst - eiginlega bara mjög ólíklegt.

Til samanburðar er fjarlægðin frá Keflavíkurflugvelli að Landspítalanum um 50 km og það tekur 43 mínútur að aka þann spotta í léttri umferð (það breytir engu þótt maður komist í Hafnarfjörð á hálftíma).

Það þarf ekki frjótt ímyndunarafl til að átta sig á þeim áhrifum sem tveggja tíma lenging á ferðalaginu myndu hafa - glöggir lesendur gætu bent á að 86 mínútur eru ekki tveir tímar.  Þeim hinum sömu bendi ég á tvennt: það tekur lengri tíma að fljúga til Keflavíkur en Reykjavíkur (nema kannski af Vestfjörðum) og innritun og afhending farangurs í Keflavík mun alltaf taka lengri tíma en á hefðbundnum innanlandsflugvöllum.  Jafnvel þyrfti að fara í gegnum öryggisleit og þá þyrfti mögulega að setja upp öryggisleit á öðrum flugvöllum innanlands, sem hingað til hefur verið óþarfi í tengslum við innanlandsflug á Íslandi.

Það er þess vegna líklegra að lenging ferðatíma yrði nær þremur tímum eða meira ef miðstöð innanlandsflugs yrði færð á Keflavíkurflugvöll, þar sem vel að merkja vélar í innanlandsflugi hafa oftar en ekki þurft að víkja fyrir og bíða eftir alþjóðlegri umferð.

Það er þess vegna mjög hætt við að farþegum í innanlandsflugi myndi fækka svo mikið að því yrði sjálfhætt, því meðal þeirra farþega sem að meðaltali ferðast líklega á hvað hæstu fargjöldunum eru t.d. ýmsir sérfræðingar sem ferðast ýmist til Reykjavíkur eða út á land að morgni og til baka síðdegis eftir góðan vinnudag.  Slík dagsferðalög myndu væntanlega leggjast af að mestu því það yrði hreinlega ekki nægur tími aflögu til að vinna á staðnum eftir slíka lengingu ferðatímans.

Það er ljóst öllum sem það vilja sjá að það eru ríkir almannahagsmunir að innanlandsflug haldi áfram um Reykjavíkurflugvöll, því miður virðist sem fólk sem á ekkert undir varðandi þessar almenningssamgöngur hafi ákaflega takmarkaðan skilning á mikilvægi þeirra.  Þannig legg ég til að fólk í ábyrgðarstöðum varðandi framtíð Reykjavíkurflugvallar verði skikkað til að fljúga með innalandsflugi út á land og til baka - og að þá verði lent í Keflavík.

TJ (IP-tala skráð) 20.2.2024 kl. 19:11

11 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Frábær samantekt hjá TJ og málefnaleg.

Eitthvað annað en frá Bjarna.

Sigurður Kristján Hjaltested, 20.2.2024 kl. 22:32

12 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Vegalengd ferðalags á landi og í lofti fram og til baka milli Reykjavíkur og Akureyrar lengist um 170 kílómetra ef núverandi notkun Reykjavíkurflugvallar er lögð af. 

Reykjavíkurflugvöllur gegnir mjög dýrmætu og fjölbreyttu hlutverki sem varaflugvöllur fyrir Keflavíkurflugvöll. 

Sem dæmi má nefna þau atvik þegar skyggni er nægilegt fyrir flugtak á keflavíkurflugvelli, en á sama tíma ónógt til lendingar. Þá er mikils virði að geta lent á velli sem býður upp á hindranalaust flugleið, sem er aðeins 37 kílómetrar. 

Hingað til hafa flugmenn átt mun erfiðari kost til að fljúga á einum hreyfli til Akureyra vegna fjöllótts landslags og vegalengdin frá Keflavík til Egilsstaða er meira en tíu sinnum lengri en til Reykjavíkur.  

Ómar Ragnarsson, 20.2.2024 kl. 23:15

13 identicon

Það er sem sumir haldi að Akureyri sé nafli alheimsins.  Hvað með Ísafjöð, Eigilstaði, Höfn?  Af hverju eru þessir aðilar ekki að krefjast þess að á þessum stöðum sé til taks sjúkrafluttnigaflugvél í neyðartilvikum?  Eiga íbúar þar bara að geyspa goluni meðna verið er að ræsa þessa einu sjúkraflutningavél landsins á Akureyri?

Bjarni (IP-tala skráð) 21.2.2024 kl. 17:03

14 identicon

Þessu til viðbótar má benda á að fjölmargir íbúar Reykjanesbæjar, Akranes og Selfoss vinna á Höfuðborgarsvæðinu og keyra til og frá vinnu alla vinnudaga í hvernig færð sem er,

En að ferðast til og frá Reykjavík til Keflavíkur einu sinni annað hvert ár virðist vera eitthvað sem snjókornin á landsbyggðinni geta ekki höndlað.

Bjarni (IP-tala skráð) 21.2.2024 kl. 18:22

15 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ferðaleiðir milli Reykjavíkur og ALLRA áætlunrastaða á landinu lengjast ef innanlandsflugvið er flutt til Keflavíku, meira að segja leiðin til og frá Vestmannaeyjum. 

Ómar Ragnarsson, 22.2.2024 kl. 18:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband