Vinnur tíminn með Rússum núna eins og svo oft áður?

Löng reynsla úr hernaði í Rússlandi hefur oftast sýnt, að tíminn vinni með þeim. Þetta máttu Napóleon og Hitler reyna og á fyrstu árunum eftir stofnun Sovétríkjanna endaði hernaðurinn, ssem þá var stundaður næsta losaralega með því að Sovétrín efldust sem stórveldi. 

Þessa dagana, á tveggja ára afmæli stríðs Pútíns gegn Úkraínu, virðist flest falla hægt og bítandi með rússnesku tímavélinni, sem malar rólega í þá átt að þreyta andstæðinginn á ýmsa vegu. 

Stalín lét drepa milljónir í sínum hernaði gegn Úkraínumönnum, en Pútín velur sér sín fórnalömb í rólegheitunum með því að koma þeim fyrir kattarnef einum og einum. 

Og ef aðstæður eru þannig að forystusveit viðsjárverðra afla eins og Wagnersveitanna er svo barnaleg að halda að hún geti bara valsað um óáreitt, bíður Pútín sallarólegur og stráfellir forystu vígasveitina alla á einu augnabliki. 

Eftir á hælist hann um með því "giska á" aðeins til þess hefði ekki þurft nema eina handsprengju. 

Yfirlýsing Trumps og tregða Repúblikana á Bandaríkjaþingi styrkja stöðu Pútíns, og á vígvellinum malar hernaðarkvörn hans hægt og bítandi. 


mbl.is Rússar ná Avdívku á sitt vald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband