8.3.2024 | 10:54
Meiri "tímamótasamningar" en 1964 og 1990?
Kjarasamningarnir, sem undirritaðir voru í gær, hafa sumir nefnt tímamótasamnninga, einkum vegna þess að þeir gefi von um árangur í baráttunni við verðbólgu og háavexti.
Svipað hefur áður verið sagt, svo sem árin 1964 og 1965, sem fengu heitið júnísamkomulag.
Í þeim fólst nýbreytni í miklum hliðaraðgerðum með ríkisþátttöku ríkisvaldsins í byggingu íbúðarhúsnæðis, sem einkum setti svip nýja byggð í Breiðholti í Reykjavík.
Næstu átta ár gætti áhrifa þessara tímamótasamninga sem Bjarni Bendiktsson og Eðvarð Sigurðsson áttu einna mestan þátt í, en 1973 fór verðbólgan aftur á skrið, meðal annars vegna eldgossins í Heimaey, þannig að eldgooin á Reykjanesskaganum eru ekkert nýtt hvað varðar áhrif á efnagsmálin.
Þjóðarsáttin svonefnda 1990 var sannkallaður tímamótasamningur og lagði grunn að stöðugleika næstu áratugi.
Hvort "stöðugleika og velferðarsamningurinn" núna verði jafnoki þjóðarsáttarsamningsins verður spennandi að sjá.
Steinum velt við í stóra vöfflumálinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.