Landlæg viðleitni til að tala náttúruna stanslaust niður.

Ræða Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur á landsfundi Landsvirkjunar er enn eitt dæmið um viðleitni íslenskra ráðamanna áratugum saman til þess að tala gildi íslenskrar náttúru niður. 

Hún skaut fyrst rótum þegar ákveðið var að innleiða orkustefnu hér á landi sem fljótlega hlaut réttilega heitið stóriðjustefna sem fólst stanslausri gyllingu á kostum þeirrar stefnu andspænis göllum náttúruverndarstefnu tveggja af helstu leiðtogum Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, Eysteins Jónssonar og Birgis Kjaran. 

Virkjanapostularnir gengu langt í að mæra sína stefnu um síðustu aldamót en fara eins niðurlægjandi orðum um íslenska náttúru og þeir gátu fundið. 

Allt fram til 2010 þótti það góð lýsing að fullyrða að í náttúruverndarstefnunni byggi aðeins yfir fánýtu sýsli eins og fjallagrasatínslu. 

Íslensk náttúra svaraði sjálf m eldgosunum 2010 og 2011 í Eyjafjallajðkli og Grímsvötnum sem á aðeins fimm árum færðu Íslendingum mestu efnahagsuppsveiflu í sögu þjóðarinnar. t

Verndarnýtingin tók virkjananýtingunni langt fram.  

En síðustu ár hefur gagnsókn virkjanapostulanna fært í sig veðrið á ný.

Sibylja úrtölu er notuð til að predika að loftslagsvá skuli tekin fram fyrir allt og náttúrunni fórnað fyrir hana. 

Íslensk náttúruöfl mega nú þola hrakyrði ráðamanna á borð við ummæli Þórdísar Kolbrúnar og náttúrunni stillt upp sem helsta ógnvaldi og óvini þjóðarinnar. 

Skoðanasystkin Þórdísi sjá þetta fyrir sér sem þjóðarsjóð og stórfelldar virkjaframkvæmdir sem notaðar verði til að fjármagna þessa hlið nýju stóriðjustefnunnar. 

Jón Gunnarsson hefur þegar nefnt nauðsyn þess að virkja í Krýsuvik, en samkvæmt þeim gögnum, sem fyrir hafa legið um hana, er reiknað með langstærstu gufuaflsvirkjun landsins þar, alls 500 megavatta skrímsli.   

Við blasir að þar yrði um svnefnda "ágenga orkuöflun" að ræða, sem er annað orð yfir rányrkju. Og fyrir nokkrum árum lýsti þáverandi orkumálastjóri yfir því að það að nota gufuaflsvirkjanir til að framleiða raforku væri stórfelldasta og herfilegasta bruðl sem hugsast gæti. 

Meira en 80 prósent af gufuaflinu færi ónýtt út í loftið. 

 

 


mbl.is Orkuskiptin kalla á nýtingu og rask á náttúru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Þessi grein Ómar er alveg eins og ég myndi halda að þú myndir skrifa um virkjunarmál. Ekkert of og ekkert van. Nú tel ég mig vera umhverfissinna og tel að við eigum að skoða vel hvað gera þurfi í virkjunarmálum en einnig hugsa til náttúrverndar. Meira að segja VG samþykkir að við þurfum að virkja. Bara spurning um hvar. Rifjum upp þegar stóriðjan var sett niður fyrir norðan í tíð vinstri stjórnarinnar. Þá skiptu prinsipp engu máli. Þarna þarf að velja skástu lausnirnar. Þá þarf að gefa eftir af virðingu. 

Sigurður Þorsteinsson, 7.3.2024 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband