11.3.2024 | 08:23
Verðskuldað stórmál að fjalla um mestu vá mannkynsins; MAD og GAGA.
Síðan 1914 hafa helstu valdamenn og hugsuðir litið á heimsstyrjöld sem "stríð til að enda öll stríð." Á því byggist eins konar trúarsetnin sem síðan hefur ríkt og hefur þróast upp í skammstöfunina MAD, (MUTIAÆ ASSURED DESTRUCTION) sem þýða má á íslensku sem GAGA (GAGNKVÆM ALTRYGGÐ GEREYÐING ALLRA), svokallað ógnarjafnvægi.
Stærsti galli kenningarinnar felst í því að gera ekki ráð fyrir því svonefnt lögmál Murphys geti komið til greina.
Til að kjarnorkuvopnaógnin virki verða báðir aðilar að reikna með því að gagnaðilanum geti verið trúandi til að beita gereyðingarvopnunum til fulls, og til þess að MAD virki eignist hvor aðili um sig vopnabúr sem nægi til að margdrepa alla andstæðinga!
Síðuhafi hefur gert ljóð og lag um þetta efni á ensku og íslensku, sem endar á þann hátt að gert verði ráð fyrir því að eins konar heilög þrenning gildi í lokin eftir að vopnabúrin hafi verið sprengd: friðsæld - þðgn - dauði. Samkvæmd lögmáli Murphys yrði þá fyrst búið að binda enda á öll stríð.
Oppenheimer sópaði til sín verðlaunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.