Barátta við fordóma, vanþekkingu og dugleysi.

Fyrstu þyrlurnar, sem teknar voru í notkun fyrir Landhelgsgæsluna báru þess vitni, hve fjárvana þessi bráðnauðsynlegu flygildi voru.

Þrátt fyrir það stórhuga framtak íslensks áhugamanns að fá lánaða fullkomna franska þyrlu af Super Puma gerð til reynslu, og að hún reyndist vel í leiðangri urðu fordómar, vanþekking og skortur á dug og framsýni hjá fjárveitingavaldinu að valda margra ára töf á því sjálfsagða máli, að eyþjóðin Íslendingar fengi jafn nauðsynlegt öryggistæki til nota og þyrluæknin býður upp á.     


mbl.is Vildu hætta rekstri björgunarþyrlu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Tek undir allt þetta í pistlinum, þyrlurnar bjóða uppá sérstaka möguleika, alveg nauðsynlegar. 

En að öðru, þó skyldu máli.

Það væri mjög gaman ef þú myndir hér á blogginu segja frá skemmtilegum eða óvenjulegum atvikum, því þú hefur langa reynslu sem flugmaður og fréttamaður. Ég man eftir þér úr mörgum fréttum um eldgos og aðrar hræringar jarðarinnar.

Varstu aldrei hætt kominn eða að aðstæður væru óhagstæðar til flugs?

Einnig held ég talsvert uppá Vilhjálm Vilhjálmsson. Hvernig var það þegar þú varst að semja texta fyrir hann? Gerðist þetta allt fyrir milligöngu Svavars Gests?

Margir bæði fyndnir textar eftir þig og líka góðir með boðskap.

Síðan fór Vilhjálmur að semja texta og ljóð fyrir sig sjálfur og var fullfær um það. 

Manni finnst eins og Vilhjálmur hafi verið frekar dulur maður og með mikinn áhuga á andlegum málum, það hefur maður lesið, jafnvel fjölfróður.

Hann hefur verið undir miklu vinnuálagi þegar hann fórst, og það var sorglegt.

Hann var einmitt að byrja að verða virkari aftur í tónlistinni og slá í gegn að nýju.

Ég hef einnig velt því fyrir mér, af hverju gafst þú ekki sjálfur út fleiri sólóplötur á áttunda áratugnum, svona skáldmæltur og gerðir líka tónsmíðar?

En þú hefur vissulega gert kannski bestu verkin þín seinna, um umhverfisvernd og náttúruna og fleira.

Brú yfir boðaföllin, sérlega góður kveðskapur og fellur að laginu vel.

Og ég myndi allavega kaupa textabók eftir þig, eins og Megas gaf út 2013, stóra og þykka bók. 

Suma texta er erfitt að heyra rétt sem voru sungnir. Man eftir laginu með Kristínu Ólafsdóttur, "Ég mun aldrei framar elska neinn". Eitt af lögunum sem höfðu áhrif á mann sem krakka, spilað heima á plötuspilarann oft, góður undirleikur og grípandi lag.

Sumt í þeim texta finnst mér ómögulegt að heyra rétt hjá henni sungið.

Ingólfur Sigurðsson, 30.9.2024 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og fimm?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband