FYRSTI ALVÖRU UMHVERFISRÁÐHERRANN HIN SÍÐARI ÁR?

Þórunn Sveinbjarnardóttir, Rannveig Guðmundsdóttir og Katrín Fjeldsted stimpluðu nöfn sín björtu letri í Íslandssögunar þegar þær risu gegn flokksræðinu og greiddu atkvæði gegn Kárahnjúkavirkjun. Vonandi boðar ráðherradómur Þórunnar betri tíð en þá að umhverfisráðuneytið sé afgreiðslustofnun fyrir óskir iðnaðarráðherra eins og það var að mestu leyti í tíð Sivjar, Jónínu, Sigríðar Önnu og Jóns Kristjánssonar. Þau samþykktu öll Kárahnúkavirkjun á þingi.

Auðvitað gerðu þessir ráðherrar marga góða hluti eins og til dæmis í þróun þjóðgarða og lögðu sig fram eins og þeim var mögulegt. Stjórnmál eru list hins mögulega. En frá Kárahnjúkavirkjun og Norðlingaölduveitu hlaupa þau ekki.

Ég nefni ekki fleiri umhverfisráðherra til samanburðar því að lög um mat á umhverfisáhrifum voru ekki til fyrr en fyrir forgöngu Eiðs Guðnasonar og ekki reyndi á þau í sambærilegu máli í hans tíð.

Og viðhorf öll voru einnig önnur í umhverfismálum fyrir 15 árum og sjálfsagt vorum við öll börn okkar tíma í þeim, meira að segja Hjörleifur Guttormsson í sinni viðskiparáðherratíð.

En það má hann eiga að verða einna fyrstur til að átta sig á breyttum viðhorfum og gerast pólitískur brautryðjandi í umhverfismálum.

Þórunn tekur í dag undir sjónarmið, sem ég og fleiri höfum komið fram með á undanförnum árum, sjá næsta blogg mitt á undan þessu. Nú er bara að sjá hvernig hún á eftir að standa sig þegar á reynir fyrir alvöru. Meðan það liggur ekki fyrir verður að setja spurningarmerki við frammistöðu hennar í framtíðinni.


mbl.is Framtíðarlandið: stóriðjuskattur á almenning rúmir 2 milljarðar árlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján L Guðlaugsson

Kæri Ómar,

Dáist að frumkvæðinu, aflinu og fórnfýsinni sem þú hefur sýnt. Fatta eiginlega ekki af hverju þú ert hægri maður. Var það að beiðni foreldranna?

Kárahnjúkar eru töpuð orrusta en stríðið er ekki tapað. Auðvitað vinnum við að lokum. Við erum fólkið.

Bes tu kveðjur

kristjánG 

Kristján L Guðlaugsson, 13.6.2007 kl. 15:44

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég ætla að leyfa mér að vera bjartsýnn og taka undir væntingar þínar með Þórunni. Staða hennar er erfið og það mun kosta hana átök að fylgja eftir sannfæringu sinni.

 Hitt er jafnframt allrar athygli vert að sú ákvörðun að láta Samfylkingunni þetta ráðuneyti eftir gefur jafnframt væntingar um viðleitni til náttúruverndar innan þess flokks.

 En það var mikið slys að fella Katrínu Fjeldsted út af þingi. Það eitt og sér segir mikið um viðhorf Sjálfstæðisflokksins til náttúru Íslands.

Árni Gunnarsson, 13.6.2007 kl. 16:12

3 identicon

Þórunn er topp ráðherra, hún mun ekki láta apparatið stjórna sér

Rúnar (IP-tala skráð) 13.6.2007 kl. 22:52

4 identicon

Ein og sér má Þórunn sín lítils, hún þarf stuðning landsmanna

Ef ekki kemur til kröftugt andóf landsmanna gegn álbræðslum og áframhaldandi eyðileggingu á náttúrinni mun Þórunn Sveinbjarnardóttir verða ofurliði borin af fólki innan Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins.

Það væru því mikil mistök að sitja með hendur í skauti og mæna á Þórunni, þótt hún lofi vissulega góðu.

Hjörtur Hjartarson (IP-tala skráð) 14.6.2007 kl. 11:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband