SOFANDI UNDIR STÝRI,- LÍTUM Í EIGIN BARM.

Drengurinn sem sofnaði undir stýri á miðri götu í Grafarvogi er ekki fyrsti ökumaðurinn sem segja má um að sé sofandi undir stýri í umferðinni. Okkur er hollt að líta í eigin barm og fylgjast með hvert öðru þegar við sjáum ótal merki þess að við höfum ekki hugann við neitt annað í umferðinni en okkur sjálf og erum jafnvel upptekin af einhverju allt öðru en akstrinum sjálfum.

Ef við lögum þetta í umferðinni lögum við mikið.


mbl.is Svaf undir stýri á miðri götu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Það er bara ekki flóknara.

Umferðarþunginn er orðinn mikill og eykst daglega og hraðinn er að aukast þó sérstaklega þannig að þeim hægfara fækkar og þannig þéttist, ef svo má segja, hraðinn í efri mörkunum og ekki lengur tími til að glápa eftir kennileytum frá því í den.

Umferðin þyngist einnig út úr borginni umferðarþungi sem fyrir örfáum mánuðum minnkaði við Grímsnensveg, Selfoss og svo Hreppavegamót minkar nú ekki fyrr en við Hreppavegamót og svo Landvegamót, við erum á tímum mikilla breytinga í umferðinni og verðum eins og þú segir Ómar að vera vakandi og eins þarf að vekja þá sem stjórna vegamálum í landinu.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 30.8.2007 kl. 12:18

2 identicon

Já það er þetta með umferðina hér hjá okkur íslendingum... dálítið sveitó.

Ég er nýkominn frá henni Ameríku , um...norður. um suður - mið og norðurfylkin.

Á allri þessari leið um 10,000 km, varð ég aldrei var við umferðareinkenniu sem hér í kringum Reykjavíkursvæðið að Þjórsá og Borgarnesi. Allt á rólegum nótum og tillitsemi í hávegum.

Þarna voru á vegunum stórir pallbílar með hjólhýsi og jeppa jafnvel aftaní og trukkar í bland...allt ljúft í umferðinni.  Hér hjá okkur  eru svona faratæki í uppnámi gagnvart allri umferð.

Það sem vakti fyrst og fremst athygli mína var umfram allt þessi tilitsemi og umburðalyndi allra ökumanna gagnvart ríkjandi aðstæðum...allstaðar.

Millibil milli ökutækja var ávallt... hugsanleg  bremsuvegalengd.

Við eigum mikið ólært hér ... og tímabært  að fara að læra grunnatriði í ökumennsku.

Við erum eins og algjörir frummenn í ökutækni. 

Kveðja  

Sævar Helgason (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 20:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband