22.9.2007 | 15:49
GOTT HJÁ ÞÉR, KRISTJÁN MÖLLER!
Hve oft hafa þeir sem ábyrgð bera ekki færst undan því að kannast við að þeim hafi orðið á? Þetta hefur verið íslenskur plagsiður og nánast hefð sem Kristján Möller hefur rofið og á skilda þökk og virðing fyrir að biðja Einar Hermansson afsökunar. Í bloggi mínu hér á undan er fjallað um það gagnstæða, hvernig stöðugt hefur verið reynt að breiða yfir það að fyrirsjáanlegt var að ekki yrði hægt að klára Kárahnjúkavirkjun á réttum tíma.
Enginn er fullkominn og öllum verður á. Kristján Möller hefur vonandi sett nýtt viðmið með afsökunarbeiðni sinni.
Kristján biðst afsökunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Kristján er sá maður sem greinilega er hægt að treysta.
Þórður Ingi Bjarnason, 22.9.2007 kl. 17:14
Já og nú eru sumir í hnípinni stöðu vegna þessa Grímseyjarferjuverkefnis.
Þeir eiga ennþá kost á að bæta stöðu sína...en úr þessu vinnur tíminn afar fljótt sín verk.
Kjarkmaður Kristján L.Möller...til hamingju
Sævar Helgason, 22.9.2007 kl. 17:20
Þið eruð nú alveg kostulegir, að hrósa manninum fyrir jafn sjálfsagðan hlut. Það er að vísu rétt, því miður, að það er ákaflega sjaldgæft að stjórnmálamenn biðjist afsökunar yfirleitt en þetta var líka alveg sérstaklega aulalegt af honum.
Það hefur ekki gerst oft að menn í hans stöðu ,sakfelli einstaka menn með þessum hætti og þau orð sem hann lét falla verða ekki aftur tekin.
Þóra Guðmundsdóttir, 22.9.2007 kl. 19:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.