DANSKUR PRÓFESSOR RANNSAKAÐI ÞETTA BEST

Grímseyjarferjan og Kárahnjúkavirkjun, sem næstu blogg á undan þessu fjalla um, eru ekki fyrstu verkefnin á vegum hins opinbera sem fara fram úr áætlun. Rannsóknir Bent Flyvbjergs, prófessors í Árósum hafa varpað skýru ljósi á þetta í bókum hans og ritgerðum. Þær lágu fyrir við upphaf Kárahnjúkaframkvæmdanna og hefðu átt að vera mönnum vegvísir. 

Í stuttu máli var meginniðurstaða Flyvbjergs sú að stærstu og flóknustu opinberu verkefnin færi oftast mest fram úr áætlun og skekkjurnar væru skuggalega háar, að meðaltali tugir prósenta og ævintýrlegar fjárhæðir.

Oft var um svokallaða "minnismerkisáráttu" stjórnmálamanna að ræða, - manna sem gátu ráðskast með opinbert fé í trausti þess að almenningur borgaði brúsann seinna.

Ég hafði samband við Flybjerg á sínum tíma og kynnti mér rit hans lauslega, - fór meira að segja sérstaka ferð til Árósa til að ná hafa við hann viðtal sem ég gæti haft í heimildarmynd minni um Kárahnjúka.

Því miður fórum við á mis í Álaborg og ég hafði aðeins upp úr þeirri ferð myndir af háskólanum og brú og göngum undir Limafjörð sem ég á enn án þess að hafa fengið tækifæri til að nota þær.

Nú er verið að pæla í því hvernig Sundabraut skuli vera og því kannski einhver lærdómur af því hvernig þessar tvær lausnir hafa gefist í Árósum.  


mbl.is Flest verkefni fram úr áætlun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sæll Ómar, gaman væri að fá þitt sjónarmið á því hvort þessi Bakkafjöruhöfn sé möguleg og hvernig þér líst á kostnaðar áætlunina sem gerð hefur verið. Hægt er að nálgast skírsluna á vef siglingamálastofnunar. Kv frá eyjum.

Georg Eiður Arnarson, 22.9.2007 kl. 21:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband