8.11.2007 | 23:57
SÖGUR AF FLUGVÖLLUM.
Ég var að koma úr leiðangri á austurhálendinu og sé að á tveimur bloggsíðum er fjallað um millilandaflugvelli á Suðurlandi sem varaflugvelli fyrir Keflavíkurflugvöll, annan við Bakka og hinn við Selfoss. Hvorugur getur hins vegar orðið slíkur varaflugvöllur því að Suðurland er á sama veðursvæði og Keflavíkurflugvöllur en það er Reykjavíkurflugvöllur hins vegar ekki.
Í suðlægum vindáttum með raka, sudda og þoku, kemur þessi suddi beint af hafinu yfir Suðurland og ysta hluta Reykjanesskagans án þess að nokkur fyrirstaða sé. Reykjanesfjallgarðurinn með sín 6-700 metra háu Lönguhlíð og Bláfjöll virkar hins vegar eins og varnargarður fyrir Reykjavíkursvæðið þannig að þar er miklu skaplegra veður, sést jafnvel til sólar.
Þetta er alþekkt veðurfyrirbæri og ræður því til dæmis að þegar raki og þoka sest að Norðurlandi er þurrt og bjart fyrir sunnan og öfugt, þegar sunnaáttin gerir ófært til lendingar á Suðurlandi er bjart fyrir norðan fjöll.
Hvernig væri nú að gá til veðurs áður en byggðir eru tveir milllandaflugvellir á Suðurlandi sem vonlausir varaflugvellir fyrir Keflavíkurflugvöll?
Athugasemdir
Hvað með Borgarfjörðinn í grennd við Borgarnes?
Gunnar Th. Gunnarsson, 9.11.2007 kl. 02:21
Það væri gaman að vera fluga á vegg á sjá framan í Elliða bæjarstjóra í Eyjum þegar hann les þennan stutta en skorinorta pistil Ómars sem ólíkt Elliða hefur vit á þessum málum.
Elliði vill endilega að Vestmannaeyjar fái bíla- og farþegaferju milli Heimaeyjar og brimskaflanna á eyðisöndum Bakkafjöru. Veit að málið mætir mikilli andstöðu í Eyjum þar sem margir telja þetta glapræði sem varanlega lausn í samgöngumálum Vestmannaeyja - "lausn" sem sé bæði vafasöm frá náttúrunnar hendi en muni einnig svipta Vestmannaeyjar öruggum siglingum Herjólfs og reglubundnu farþegaflugi um Bakka og vafalítið Reykjavík einnig.
En í gær var bæjarstjórinn í Eyjum svo desperat í málinu að hann nánast lofaði fólki heilum millilandaflugvelli á Bakka og skrifaði á bloggi sínu:
"Ég er þess fullviss að í framtíðinni verður millilandaflugvöllur á Suðurlandi og þá ef til vill á Bakka, rétt við höfnina okkar sem þar mun rísa innan skamms".
Magnús Þór Hafsteinsson, 9.11.2007 kl. 08:01
Lægið eða hléð sem Reykjanesfjallgarðurinn gefur nær ofty ekki lengra en upp á Akranes. Þar fyrir norðan verður skyggnið yfirleitt lélegra. Í þau rúmlega fjörutíu ár sem ég hef þurft að fljúga oft á ári frá Reykjavík norður og vestur um land þegar rök sunnanátt er og vafasamt um sjónflugsskilyrði hef ég haft það fyrir sið að skoða veðurlýsinguna á Keflavíkurflugvelli.
Oft hefur það verið þannig að þótt það sé 10-15 kílómetra skyggni í Reykjavík er kannski aðeins 3-4 km skyggni á Keflavíkurflugvelli og reynslan hefur kennt mér að þá má búast við svipuðu skyggni á Mýrum og sunnanverðu Snæfellsnesi.
Borgarnes og nágrenni er ekki inni í myndinni vegna nálægðar við Hafnarfjall og auk þess er landslag þannig í Borgarfirði að víðast skiptast á klapparholt og votlendi sem gerir gerð stórs flugvallar nánast ómögulega.
Ómar Ragnarsson, 9.11.2007 kl. 11:20
Egilsstaðir eru á öðru veðursvæði og duga bara glimrandi sem varavöllur í utanlandsflugi.
Svo ef menn haska sér í, að opna þær brautir sem eru ekki enn í notkun, þarf nánast aldrei varavöll fyrir KEF.
Apparatúrinn er góður þarna og ef eitthvað á vantar, er auðvelt að kaupa betri tæki fyrir þann sparnað sem fengist við að leggja af Vatnsmýrarvöllinn..
Auk þess er hann ekki viðurkenndur sem varavöllur fyrir KEF. Kíkja bara í NOTAM.
Miðbæjaríhaldið
Bjarni Kjartansson, 9.11.2007 kl. 13:43
Hvað með að byggja nýjan flugvöll á Hólmsheiði? Hann borgar sig víst sjálfur. Það myndi varla kosta mikið meira að gera hann að alþjóðlegum flugvelli. Þá getur Keflavíkurflugvöllur orðið varaflugvöllur fyrir hann.
Hólmsheiði yrði í þungamiðju þéttbýlissvæðis sem inniheldur Selfoss, Hveragerði, Reykjavík, Akranes og Borgarnes.
Guðmundur Karlsson (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 16:50
Hvaða endalausa endemis kjaftæði ræður hérna ríkjum í íslensku samfélagi.
Ómar benti hérna réttilega á að flugvöllur í Bakkafjöru væri á sama veðursvæði og Keflavíkurflugvöllur þannig að hann væri útúr korti sem varaflugvöllur. Þarf kjarneðlisfræðinga til að skilja svo augljósa staðreynd. Svo byrjar hver rugludallurinn að tjá sig. Hólmsheiði! Er hún ekki á sama veðurfræðilega svæði og Keflavíkurflugvöllur.
Djíses hvað fólk getur bara hreinlega verið barnalegt.
Fyrirgefðu orðbragðið Ómar. Ætla ekki að vera með neinn dónaskap hérna inni en stundum blöskrar manni.
kær kveðja
Eggert
Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 22:07
Eggert, lastu ekki það sem Ómar skrifaði: "Reykjanesfjallgarðurinn með sín 6-700 metra háu Lönguhlíð og Bláfjöll virkar hins vegar eins og varnargarður fyrir Reykjavíkursvæðið þannig að þar er miklu skaplegra veður, sést jafnvel til sólar."
Guðmundur Karlsson (IP-tala skráð) 10.11.2007 kl. 00:31
Jú Guðumundur. Ég las það víst. Fjallgarðurinn breytir því ekki að Keflavíkurflugvöllur og Hólmsheiði eru nálægt öðru í landfræðilegu tilliti. Það er einfaldlega mælanlegt. Varaflugvellir eru hafðir með það í huga ef þær aðstæður skapir sökum náttúruhamfara t.a.m. að aðalflugvöllur sé ekki brúklegur þá sé varaflugvöllurinn það. Ef veðurofsinn er orðinn það mikill að aðalflugvöllur er óbrúklegur þá held að það sé tæpast sól í Hólmsheiði. Eða hvað? Þá held ég að það liggi beinast við að varaflugvöllurinn sé í öðrum landsfjórðungi þannig að líkur séu að að veðurfar sé annað þar.
Þessutan finnst mér fráleitt þegar rétt rúmlega 300.000 manna örþjóð með mjög fínan alþjóðaflugvöll og mikil mannvirki sem enn eru ónýtt eftir að Kaninn fór, sé að diskútera það að planta niður öðrum flugvelli í nágrenni Reykjavíkur uppá innanlandsflug að gera. Jó, það eru u.þ.b 50 kílómetrar milli höfuðborgarsvæðisins og Keflavíkurflugvöllur og brautin nánast tvöföld alla leið. Langskynsamlegast í alla staði útfrá öllum hugsanlegum sem óhugsanlegum rökum að hvortveggja alþjóðaflugvöllurinn og innanlandsflugvöllurinn séu á Keflavíkurflugvelli. Ekki síst í ljósi þess einsog ég minntist á að við erum einfaldlega örþjóð.
Þessvegna finnst mér alltaf jafn hjákátlegt að heyra hvern besserwisserinn tjá sig um að það mætti nú setja flugvöll í Holtsheið. Í Bakkafjöru. Á einhverjum skerjum og hér og þar og allsstaðar.
Annars væri nú gaman að heyra Ómar tjá sína skoðun á þessu.
Er einhvað vit í Holtsheiði uppá varaflugvöll að gera Ómar?
Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 10.11.2007 kl. 01:18
Ómar;
Veistu hvort það eru til einhver svör við eftirfarandi spurningum mínum?
Þetta er meira til þess að vekja til umhugsunar því ég hef aldrei séð þetta koma upp í umæðunni en það væri gaman ef einhver er til í að reikna eftirfarandi:
1. Ef innanlandsflug verður fært til KEF lengist flugtími um nokkrar mínútur á hverjum legg. Hversu margar eru þessar mínútur? 7-10 mínútur eða? Aksturstími til og frá flughlaði og út á flugbraut verður alltaf talsvert lengri en í Reykavík. Ætli megi reikna með auka 3-5 mínútum þar? Hversu mikið ætli minnki nýting flugvéla og áhafna við þetta?
2. Hversu miklu meiri verður eldneytiseyðslan en ef lent er í Reykjavík, á t.d. annars vegar á F-50 og hins vegar á Dash 8 (Ernir)? Þá er ég að tala um á hverjum legg. Hvað eru þetta mörg kíló og miðað við núverandi eldsneytisverð hversu mikill er kostnaðurinn á hverja ferð? Hversu mikill er kostnaðurinn á ársgrundvelli miðað við núverandi innanlandsáætlun? (Flís, Ernir)
3. Ef innanlandsflug verður fært til KEF og enginn annar völlur verður byggður þarf að nota SAK eða VEY sem varavöll. VEY að sjálfsögðu ekki góður kostur. Hversu mikið kostar það á hverja ferð að bera þetta viðbótareldsneyti? Hvað kostar það á ársgrundvelli miðað við núverandi innanlandsáætlun?
4. Miðað við lengri flugtíma og meiri fjarlægð til varaflugvallar, hvað má búast við því að arðhleðsla minnki mikið annars vegar á F-50 og hins vegar á Dash 8 (Ernir)?
5. Miðað við ofangreint má reikna með því að þeim tilfellum fjölgi mjög að taka þurfi eldsneyti úti á landi. Hver ætli aukinn kostnaður sé við það að þurfa að aka eldsneytinu frá löndunarhöfn (Akureyri/Reykjavík) og út á land? Hver ætli sé kostaðurinn við að bera eldsneytið í flugi?
6. Hversu miklu meiri verður heildarmengun frá innanlandsflugi miðað við ofangreint?
Þetta á að sjálfsögðu við áætlun og flugvélar beggja innanlandsfélaganna enda set ég Erni innan sviga.
Áhugamaður (IP-tala skráð) 10.11.2007 kl. 14:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.