ÁFRAM SÓTT Í ÍSLENSK NÁTTÚRUVERÐMÆTI.

Þótt ákvörðun Landsvirkjunar geti orðið fyrsta skrefið til þess að stöðva álvæðinguna á suðuvesturhorni landsins hefur ásókninni í íslensk náttúrverðmæti ekki verið hætt, heldur mun hún líklega færast í aukana á Norðausturlandi með kröfunni um álver á Bakka. Ekki liggur fyrir hvað Orkuveita Reykjavíkur hyggst fyrir en bæði Landsvirkjun og hún virðast ekkert hafa slegið af ágirnd sinni á Neðri-Þjórsá, Þjórsárverum, Ölkelduhálsi og öðrum virkjanasvæðum á Suðvesturlandi.

Össur Skarphéðinsson sér ekkert nema jákvætt við þetta og virðist einblína á það að nú verði það mengunarlaus fyrirtæki sem njóti orkunnar frá "hreinu og endurnýjanlegu" orkugjöfunum sem eru það þó ekki hvað snertir Hellisheiðarsvæðið. 

"Kaflaskiptin" sem Össur talar um snúa aðeins að framleiðslunni sem orkuöflunin hefur í för með sér en ekki að náttúruverðmætunum sem fórna á. Þótt netþjónabúin séu minni einingar en risaálver og skapi meiri tekjur og fleiri og betri störf en álver eru þau samt orkufrek og munu smám saman þurfa meiri og meiri orku og fleiri virkjanir.

Þörfin fyrir baráttu fyrir íslenskum náttúrugersemum, mestu verðmætum sem þetta land á er áfram fyrir hendi, þótt stóriðjuhraðlestin hafi aðeins hægt á sér hér syðra og farið út á annað spor, brautarteina sem liggja norður um Þeistarreyki og Mývatn til Bjarnarflags, Kröflu, Leirhnjúks og Gjástykkis.


mbl.is Össur: Ekkert nema jákvætt við ákvörðun Landsvirkjunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það yrði frábært ef hægt er að fá enn meira fyrir orkuna til "annarskonar" iðnaðar.

Gunnar Th. Gunnarsson, 9.11.2007 kl. 23:44

2 Smámynd: Benedikt Sigurðarson

Jú Ómar það er ekkert nema frábært að geta rætt um orkunýtingu - undir öðrum formerkjum en þeim sem álrisarnir og fylgismenn þeirra leiða.

Netþjónabú og margskonar orkufrekur iðnaður t.d. á kísilsviðinu er alltaf smærri í sniðum og krefst margfalt minni umhverfisgæða - heldur en áliðnaðurinn.  Auk þess er félagsskapur stórkapítals álfyrirtækjanna væntanlega verulega erfiðarir fyrir íslenska stjórnmálamenn og smábissniss - - heldur en þeir sem eru að vinna í hinni nýju tækni - þó hún sé auðvitað í höndum hardrægra viðskiptajöfra líka.

Benedikt Sigurðarson, 10.11.2007 kl. 14:49

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég skil ekki alveg þessa kátínu yfir ákvörðun Landsvirkjunar.
Eyðileggingin á náttúrunni er alveg sú sama, hvort sem virkjað er fyrir álver eða netþjónabú. Það eina jákvæða við þetta er að netþjónabú mengar minna en álver.

Og hvaða misskilningur er í gangi um að það þurfi að skapa störf á suðvesturhorninu? Er ekki staðreyndin sú að við þurfum að flytja inn útlendinga í tugþúsundatali til að vinna þessi störf? Var ekki verið að nefna töluna 17.000 í fréttum í fyrradag, og þá eru enn ótaldir þeir sem enn eru óskráðir.

Hvernig er hægt að vera í slíkri mótsögn við veruleikann?

Lára Hanna Einarsdóttir, 11.11.2007 kl. 01:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband