9.12.2007 | 18:50
KANNSKI EFTIR KOSNINGAR.
Ráðstefnan á Bali er haldin á óheppilegum tíma fyrir Bandaríkjamenn því að forsetakosningar á næsta ári gera það að verkum að forsetinn, hver sem hann er, er ekki í nógu sterkri aðstöðu til að taka jafn erfiðar og afdrifaríkar ákvarðanir og þarf að gera í þessum málum. Löngum hefur verið talað um forseta Bandaríkjanna á síðasta valdaári sínu sem "lame duck", lamaða önd, hvað það snertir að hann á mjög erfitt með að taka stórar og afdrifaríkar ákvarðanir fyrir framtíðina og eftirmenn sína.
Frambjóðendur reyna að taka sem minnsta áhættu og telja öruggara að fara með löndum. Því er ekki öll nótt úti hvað snertir alþjóðlegt samkomulag sem takið við af Kyotosamkomulaginu og öll helstu stórveldi heimsins eigi aðild að. Vonandi að maður þurfi ekki að blogga aftur undir upphrópuninni "hjálpum þeim !" eins og ég gerði í fyrradag.
Samkomulags ekki vænst á Balí | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ekki lét síðasta ríkisstjórn Íslands það hafa áhrif á sig að nokkrir klukkutímar voru til kosninga.
Villi Asgeirsson, 11.12.2007 kl. 13:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.