ÁLFTADALSDYNGJA SKELFUR.

Undanfarnar vikur hefur skjálftavirknin, sem færst hefur í aukana fyrir austan Kreppu, verið með þungamiðju í svonefndri Álftadalsdyngju, og þannig færst sig austur fyrir bæði Jökulsá á Fjöllum og Kreppu. Færslan hefur verið nánar tilekið í norðausturátt og það er því tímaskekkja að tala um Upptyppinga lengur þótt skjálftarnir hafi í byrjun haldið sig rétt fyrir sunnan þá. Rætt hefur verið um líkur á dyngjugosi og kannski stefnir í það að Álftadalsdyngja fái andlitslyftingu.

Renni hraun úr nýjum gosstað í Álftadalsdyngju skiptir talsverðu máli í hvaða átt það fer. Renni það í norður mun það loka núverandi vegarslóða frá Möðrudal upp í Kverkfjöll en renna út á sandauðnir norðan dyngjunnar. Meira rask myndi verða af hraunrennsli til vesturs því að þá færi hraunið í Kreppu og jafnvel líka Jökulsá á Fjöllum og gæti stíflað þær báðar.

Verst væri ef hraunið rynni þvert yfir hið mjóa skarð milli Upptyppinga og Álftadalsdyngju því að þá myndi vatn geta kaffært hinn undurfagra Fagradal.

Annars er erfitt að spá í svona efnum. Í Kröflueldum hljóp skjálftavirknin bæði suður og norður og engin leið var að vita hvar hraun kom upp, ef það kom upp á annað borð.

Núna, klukkan 8:32 hefur verið hlé á skjálftum síðan laust eftir miðnætti í nótt.


mbl.is Helmingslíkur á gosi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hef sagt frá byrjun byggingar á Kárahnjúkum, að Landið sjálft myndi sjá um að rústa þeim spjöllum sem hafa verið gerðar á því landsvæði. Það stoppar enginn jöklu nema náttúran sjálf. Með kveðju :)

Nornin (IP-tala skráð) 17.12.2007 kl. 10:11

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég ætlaði nú bara að fjalla almennum orðum um staðinn þar sem skelfur núna án þess að blanda því saman við nokkuð annað. En það fer greinilega fyrir brjóstið á Ragnari Erni að ég skuli minnast á möguleikann á því að Fagridalur fari á kaf.

Ómar Ragnarsson, 17.12.2007 kl. 15:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband