LÉLEG RÉTTLÆTING HJÁ ÁRNA.

Nú er það orðin ein helsta réttlæting ráðningar Árna Mathiesens að ráðherrar hagi sér oft svona. Það er rétt hjá Árna að svona hafa ráðherrar haft það svo lengi sem ég man, og minnist ég til dæmis þess þegar lögð var vantrauststillaga á Alþingi 1953 eða 54 vegna skólastjóraráðningar Bjarna Benediktssonar sem þá var menntamálaráðherra. Framsóknarmenn sem þá voru í helmingaskiptastjórn með sjálfstæðismönnum vörðu Bjarna vel í útvarpsumræðum um málið enda nauðsynlegt fyrir þá sjálfa að geta fengið stuðning sjálfstæðismanna þegar þeir ættu í hlut síðar meir.

Í ensku máli orða menn þetta svona: "Ég klóra þér á bakinu og þá klórar þú mér."

Að eitthvað hneyksli sé réttlætanlegt vegna þess að hneyksli séu sífellt að gerast er ákaflega billeg afsökun. 

Það sem gerir héraðsdómaramálið sérstakt er það að matslnefndin telur þrjá umsækjendur langhæfasta en setja Þorstein Davíðsson tveimur gæðaflokkum neðar.

Það er óvenjulegt að munurinn í matinu sé svona mikill og það gerir þetta mál sérstakt og verra en flest önnur.

Samanburður Árna við ákvörðun þorskkvótans er út í hött. Þar hefur oftast verið um frekar lítinn mun að ræða á úthlutun og tillögum Hafró en í héraðsdómaramálinu er munurinn himinhrópandi.

Síðasta ákvörðun Einars G. Guðfinnssonar var talin bera vott um hugrekki vegna þess að hann fór svo nálægt tillögum Hafró og lét þrýsting hagsmunaaðila ekki hafa áhrif á sig. Slíku hugrekki virðist ekki til að dreifa hjá Árna Mathiesen um þessar mundir.  


mbl.is Oft gerst að ráðherrar fari ekki að áliti álitsgjafa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þetta er kostulegt klúður sérstaklega þegar staða þessi í héraðsdómi norðan og austan er auglýst!

Eða var kannski auglýsingin aðeins „pro forma“ - formsins vegna - og aldrei hafi staðið til að ráða nokkurn annan lögfræðing en þann sem ráðinn var? Hefði ekki alveg eins verið gott að skipa hann í stöðuna eins og Davíð gerði sjálfan sig að seðlabankastjóra - án auglýsingar - á sínum tíma? Venja er að auglýsa lausar stöður hjá ríkinu, eiginlega öllu heldur lagaskylda þó svo það hafi ekki verið gert þegar staða seðlabankastjóra var laus. Var það e.t.v. ákvörðun Davíðs? Annars verður það ætíð ráðgáta hvernig svona getur gerst og pukrið er í öllu sínu veldi að hampa þeim sem valdið virðist hafa í einu og öllu. Var það annars ekki þessi sami Davíð sem tók ákvörðunina um byggingu Kárahnjúkavirkjunar ásamt félögum sínum Berlúskóní og Halldóri Ásgrímssyni? Þess má geta að þetta er sami Davíð og kappkynti undir verðbólgubálið 1982 og 1983 þegar dýrtíðin rauk upp í nær 150%. Þá hækkaði hann sem borgarstjóri í Reykjavík gjaldskrá Hitaveitu Reykjavíkur upp úr öllu valdi og var gjaldskráin eftir firnamikla hækkun bundin byggingingavísitölu. Hækkaði ekkert annað meira en gjaldskráin sú og nánast hvergi safnaðist saman jafnmikill auður í þeim ranni sem notaður var til bygginga sem margir litu á sem vissa fordild.

Hann er því ekki aðeins fyrrum Bubbi kóngur úr Herranótt MR, hann er og verður ókrýndur kyndingameistari verðbólgunnar og Íslandsmeistari í að kjafta sig út úr óþægilegri stöðu í pólitíkinni. Enginn hefur komist lengra í „ósvífninni“ en þessi ókrýndi kóngur og svo verður lengi meðan klappliðið sem er að baki hans gerir ekki meiri kröfur til sirkusstjórans en raunin er.

Annars er fyllsta ástæða að sjá aumur á þessum unga manni sem styrinn stendur um. Hann getur ekkert að því gert að vera sonur umdeilds stjórnmálamanns. Móðurafi hans og nafni þótti vera mjög glúrinn júristi og góður embættismaður. Óskandi er að þessi nýi héraðsdómari sitji ekki uppi með sömu gallana og faðirinn en erfi meira frá afanum og sýni á þann hátt vel góðan júridiskan þankagang án þess að sjá „sannleikanum“ í gegnum gleraugu stjórnmálanna.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 14.1.2008 kl. 08:43

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Árni fór sjálfur eftir umdeildri ráðgjöf um þorsk og taldi sér "ekki fært annað en að fara að fara að ráði færustu fræðimanna á þessu sviði", það gerði hann þó ekki um grálúðu og  síðar varðandi héraðsdómara.  Annars er mér sagt að Árni sé lunkinn við að lækna hross og því vildi ég gjarnan sjá hann í embætti dómsmálaráðherra þegar Björn Bjarnason lætur af störfum.

Sigurður Þórðarson, 14.1.2008 kl. 14:59

3 identicon

Góðan daginn allir. ég vildi bara láta ykkur vita að Jafnréttindafélag Íslands verður stofnað í næstu viku.

Fyrsti fundurinn verður miðvikudagskvöldið 23. Janúar kl 20:00.

Nánari upplýsingar eru á síðunni minni.

Ólafur Hannesson (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 18:15

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Takk fyrir brýninguna, Kristinn. Er búinn að setja lengri athugasemd inn á síðuna þína og vísa til hennar. Það liggur fyrir að tvisvar frá árinu 1974, fyrst á áttunda áratugnum og síðan á þeim tíunda "hurfu" mörg hundruð þúsund tonn, jafnvel yfir milljón, og þetta gengur náttúrulega ekki á vísinda- og upplýsingaöld. 

Ómar Ragnarsson, 14.1.2008 kl. 21:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband