SPURNINGIN UM ÞJÓÐARGRAFREITINN.

Nú er þessu máli greftrunar Fishers lokið og eftir situr spurningin um Þjóðargrafreitinn þar sem aðeins tveir menn hvíla. Á sínum tíma velti ég upp spurningunni um það hvort til greina kæmi að stækka kirkjugarðinn við Suðurgötu til suðurs, þar sem nú er allstórt autt svæði og að með því yrði þessi kirkjugarður eins konar þjóðargrafreitur þar sem þegar hvíla ýmis stórmenni eins og Jón Sigurðsson og Hannes Hafstein.

Hugmyndin um þjóðargrafreitinn hér á landi er vafalaust í upphafi sprottin af erlendum fyrirmyndum því að fæstum þjóðum er sama um hvar merkustu synir og dætur þeirra hvíla. Í eins litlu þjóðfélagi og því íslenska verður hins vegar ævinlega vandi að velja þá úr sem eiga að hvíla í slíkum grafreitum.

Það er hins vegar allt í lagi að velta upp spurningunni með þjóðargrafreitinn með vissu millibili. Grafreiturinn á Þingvöllum er alltaf álitamál á meðan hann er því horfi sem hann er núna.  

Ef Jónas Hallgrímsson hefði hvílt í þjóðargrafreitshluta kirkjugarðsins við Suðurgötu hefði verið lagður blómsveigur að leiði hans á 200 ára afmælisdegi hans, en á meðan hann hvílir á Þingvöllum gerist slíkt ekki.

Greftrun Fishers var snjall lokaleikur í lífstafli hans og í hans stíl. Hann átti síðasta orðið, leik, sem enginn sá fyrir annar en hann, Fisherklukkan stöðvuð, skák og mát. 


mbl.is Fischer jarðsettur í kyrrþey
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Hjálpaðu nú minninu mínu Ómar minn, var ekki talað um að jarða Kristján Eldjárn þarna, og síðar Halldór Laxness???

Sigríður Jósefsdóttir, 21.1.2008 kl. 21:03

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hvort áttu við kirkjugarðinn við Suðurgötu eða Þjóðargrafreitinn á Þingvöllum? Ég held að Laxness eins og Fisher hafi ákveðið það sjálfur að hvíla að Mosfelli eins og Egill Skallagrímsson, enda stutt frá því safni um hann sjálfan sem hann sá fyrir að Gljúfrasteinn myndi verða og í stíl við Laxness-nafnið sem hann tók sér sjálfur.

Umræða um það hvort forsetar eða aðrir slíkir ættu að hvíla á Þingvöllum kom upp ef ég man rétt varðandi þá fyrstu en eins og sést á Þingvöllum hefur aldrei orðið neitt úr neinu.

Þess vegna er spurningin hvort það myndi losa eitthvað um þetta mál ef græna svæðið sunnan við Suðurgötugarðinn yrði notað til þessa.  

Ómar Ragnarsson, 21.1.2008 kl. 22:34

3 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Þjóðargrafreitur.  Deilnadýnamít. 

Fischer fór sína leið - það var aldrei af honum tekið. 

Á vefstað helguðum Bobby Fischer er eftirfarandi tilvitnun í meistarann:

"I like to do what I want to do and not what other people expect me to do. This is what life is all about, I think."
-- Robert J. Fischer, USA, World Chess Champion 1972-75

Svanur Sigurbjörnsson, 22.1.2008 kl. 00:27

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Stórsnjall leikur hjá Fischer!

Gunnar Th. Gunnarsson, 22.1.2008 kl. 03:54

5 identicon

Annað Mál: "Í viðtali í Silfri Egils 2. desember síðastliðinn sagði Ólafur frá því að hann hefði gengið í Íslandshreyfinguna stuttu fyrir síðustu alþingiskosningar."

Svo mælti Egill. Hvað segir Ómar?

Rómverji (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 11:35

6 identicon

Góð tilvitnun frá Fischer - og segir eitthvað um grundvöll sjálfstæðrar hugsunar. Megi hann hvíla í friði.

ee (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 12:25

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þetta er rétt hjá Agli. Ólafur sagði sig úr Frjálslynda flokknum, gekk til liðs við Íslandshreyfinguna fyrir síðustu kosningar. Efstu fjögur á F-listanum voru þar með í Íslandshreyfingunni og eru enn að því er ég best veit.

Ómar Ragnarsson, 22.1.2008 kl. 14:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband