SIGRAR SYÐRA OG NYRÐRA.

Það blés ekki byrlega síðla sumars í fyrra fyrir gömlum húsum við Hafnarstræti á Akureyri og Laugaveg í Reykjavík. Allt stefndi í niðurrif. Nú er það þannig að flestir hlutir þurfa endurnýjun og borgin okkar er í sífelldri umsköpun. En hið óstöðvandi niðurrifsstarf hefur hins vegar verið með þeim hætti, að sagt var og vísað í það ástand sem orðið var:  Nú er hvort eð er búið að rífa svo mikið að það tekur því ekki að vera að varðveita  hús sem hvort eð er eru ónýtt kofadrasl.

Svipuð rök eru óspart notuð víðar. Það er hvort eð er búið að virkja svo sundur og saman á Hengils- og Hellisheiðarsvæðinu að það tekur því ekki að friða þar neitt. Það er hvort eð er búið að virkja svo mikið af Þjórsá að það tekur því ekki að þyrma neinu af henni. 

Úr því að Kárahnjúkavirkjun fékkst í gegn með mestu mögulegu óafturkræfu umhverfisspjöllum sem hægt var að framkvæma á Íslandi er fánýtt að berjast gegn virkjunum, sem valda mun minni spjöllum.

Ég hældi Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur fyrir það að bjarga Hótel Akureyri og er ánægja að endurtaka þakkir til hennar fyrir að upplýsa að úrslitin við Laugaveg væru henni að skapi.

Það kom þó ekki til hennar kasta í því tilfelli heldur borgaryfirvalda og sá sigur er einkum að þakka þrotlausri baráttu Ólafs F. Magnússonar, Margrétar Sverrisdóttur og samherja þeirra í þessu máli. Fyrir góða baráttu Torfusamtakanna og fleiri s. s. Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fjölgaði húsverndarfólki á síðustu stigum þessa máls.  

Ég hef áður rökstutt það hvers vegna ég taldi rétt að falla frá því sem ætlunin var að framkvæma á lóðum Laugavegar 4 og 6.

Ég skokka og hraðgeng með reglulegu millibili upp og niður Laugaveg mér til heilsubótar og ánægju og hugnaðist það ekki þegar ég tók eftir því, einkum á austurleið, að skyndilega var ég kominn á kafla götunnar sem ég kannaðist ekki lengur við. 

Ekki það að úr því sem komið er sé í lagi að hafa þessa kafla svona áfram, heldur hitt, að það blasti við að með sama áframhaldi myndi þessi einstæða gata á Íslandi glata algerlega sjarma sínum og hlýlegu og vinalegu yfirbragði.

Þeir sem vilja ryðja öllu gömlu miskunnarlaust burt átta sig ekki á því hvers virði það er fyrir tengsl og menningu kynslóðanna að til séu svæði og griðareitir sem gerbreytast ekki með hverri kynslóð.

Mér er það mikils virði að ganga og upplifa sama Laugaveg og foreldrar mínir og afar og ömmur gerðu og vita að börn mín, barnabörn og afkomendur þeirra muni upplifa þennan sameiginlega menningararf og söguslóðir á sama hátt og lifa sig inn í kjör og þann rarf sem þarf að ganga kynslóð fram af kynslóð til þess að auðga líf og tilfinningar þeirra allra og ímynd og sjálfsvitund borgarbúa og landsmanna allra.

Menn eru að býsnast yfir kostnaði við að koma húsaröðinni frá horni Laugavegar og Skólavörðustígs í skikkanlegt horf. Þessi kostnaður getur orðið á við verð nokkurra einbýlishúsa í Fossvogsdal.

Meðal nágrannaþjóða okkar horfa menn ekki í slíkan kostnað. Með skynsamlegri endurgerð húsanna neðst við Laugaveg verður ekki tjaldað til einnar nætur heldur til allrar framtíðar og hægt að nota þau til nytsamlegra hluta. 

Má þar benda á tillögu Björns Björnssonar um að í öðru húsinu verði leikmunasafn, steinsnar frá Þjóðleikhúsinu.  

Í þessum málum þarf að horfa langt en ekki skammt. Á sínum tíma voru byggingarnar í Viðey að grotna niður. Margir býsnuðust yfir kostnaðinum við það að koma þeim í skaplegt horf og held ekki að neinn geti verið annað en stoltur yfir því í dag hvernig þar var staðið að verki.  

 


mbl.is Borgin kaupir Laugaveg 4 og 6
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Jæja Ómar, með hvoru heldur þú ? vini þínum Ólafi eða varaformanni þínum og meðframbjóðanda Margréti ?

Þóra Guðmundsdóttir, 26.1.2008 kl. 01:05

2 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Mér finnst bara svo margt annað mikilvægar en húsin, mátti ekki bara hugsa málin aðeins betur og forgangsraða því sem mest lægju á.  Mér finnst fólk eiga koma fram fyrir hluti og penninga.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 26.1.2008 kl. 01:12

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hús eru fyrir fólk. Húsin í Bernhöftstorfunni eru fyrir fólk, dómkirkjan, söfnin, veitingahúsin, bíóhúsin, leikhúsin eru fyrir fólk. Ég treysti því að Laugavegur 4 og 6 verði fólki til nota og ánægju.

Hvað snertir spurningu Þóru um það með hvorum ég haldi er svar mitt þetta: Eins og komið hefur í ljós eru skoðanir skiptar í Íslandshreyfingunni um atburði síðustu daga í borgarstjórn Reykjavíkur.

Sem talsmaður hreyfingarinnar, sem þau eru bæði í, hef ég ekki umboð til að taka afstöðu til ágreinings þeirra og annarra í hreyfingunni í þessu máli.

Í öllum flokkum getur það komið upp að félaga greini á í einstökum málum og má nefna aðskilnað ríkis og kirkju og aðild að ESB sem dæmi.

Bæði Ólafur og Margrét eru meðal minna nánustu vina og auðvitað myndi ég óska þess að allir væru á einu máli um þetta í hreyfingunni. Þannig er það hins vegar ekki. Ég umber það að sjálfsögðu að vinir mínir séu ekki sammála um alla hluti.

Ómar Ragnarsson, 26.1.2008 kl. 01:50

4 identicon

Ég kaus Sjálfstæðisflokkinn í síðustu kostningum, vegna þess að ég taldi að fulltrúar hans færu betur með fjármuni okkar borgarbúa heldur en vinstriskríllinn (sorry, en eftir síðustu uppákomu hefur orðið skríll fests við VG- og Samfylkingarfólk í mínum huga) sem hefur ítrekað í gegnum árin sýnt og sannað að hann ber enga virðingu fyrir almanna fé.   Eftir þennan hálvitaskap af hálfu sjálfstæðismanna hef ég misst alla trú á fulltrúum flokksins í borgarstjórn.

Það er ekki bara að þarna sé verið að sólunda a.m.k. 500 milljónum (endar sennilega í enn hærri tölu, skv. reynslu af opinberum framkvæmdum), heldur þýðir þetta líka að þróun Laugavegarins og miðbæjar Reykjavíkur stöðvast og hnignunin heldur áfram, þar til að eftir stendur algjört "slömm", því fjárfestar munu eftir þetta alveg örugglega draga að sér hendurnar í framhaldinu.

Þetta er líka heimskulegt fyrir nýjan meirihluta, sem veitir ekki af að reyna að öðlast stuðning og traust borgarbúa, í ljósi þess að skoðanakannanir hafa sýnt að 80% borgarbúa eru á móti því að þessir húskofar, sem ef eitthvað er, eru lýti á menningarsögu okkar, verði þarna áfram.

Ég lít á þetta sem svik við fólk sem aðhyllist grundvallar stefnu Sjálfstæðisflokksins!

María J. (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 04:45

5 Smámynd: Ólafur Björnsson

Það er ansi merkileg fjárfesting að kaupa ónýt hús á 550 milljónir.

Ólafur Björnsson, 26.1.2008 kl. 11:23

6 Smámynd: Sturla Snorrason

Rottur ferðast í rörum í 101. Reykjavík. Afstýrum ruglinu, ef núverandi skipulag í 101 . verður að veruleika, verður ferða máti okkar komin á sama plan og hjá rottunum.

Sturla Snorrason, 26.1.2008 kl. 12:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband